Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 59
SAGA 53
Einn einasti stjórnmálamaður, sem þjóö eöa þjóöir
trúa á, án þess aö fólkiö geri sér ljósa grein fyrir hvers-
vegna þaö trúi honum og treysti, getur á örskömmum
tíma leitt lýðinn eins og sauði út á sláturvöllinn, og látið
hann fórnfæra sér fyrir “landið, guð og konunginn sinn”.
Lýðurinn spyr ekki og hugsar ekki um orsakirnar. Hon-
um er sagt eitthvað, sem tryllir hann, og það er nóg.
Ohamingja jarðar er sú, að vit vestræna heimsins,
sem í vorum augum er sjálftsagt dýrmætasti hluti hans,
hefir með trúna, vonina og ástina í bandi, snúist til
fylgdar með möngurum og gullgerðarmönnum, sem trúa
á Trunt, Trunt, og tröllin í fjöllunum, eins og Jón aum-
ingi íslenzkra þjóðsagna, forðum daga, en yfirgefið veg
meistaranna og spámannanna, sem höfðu andann fyrir
guð sinn, og leituðu paradísar samræmisins himneska.
Þessvegna var það, að menn fundu upp sprengiefnið
áður en þeir vissu hvað sprengja þyrfti; hjólin, áður en
þeir vissu hvert halda skyldi; vélarnar, áður en ?eir
vissu, hvað vinna átti; rafljósið, áður en þeir vissu
hvert lýsa átti; firðtalið, áður en þeir vissu hvers biðja
bar. Og nú standa þeir sigrihrósandi, gáfnagarparnir,
sem hyggjast hafa unnið allan heiminn, með veraldarviti
sínu, en eru að glata sál óvitanna allra i óskapnað upp-
fyndinga sinna.