Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 60
54
SAGA
“Lambið hún litla Móra”.
Héöni Árnasyni haföi verið gefið lamb.
Aldrei haföi hann eignast neitt annaö, nema fötin
utan á sig — og þau sjaldnast af betri endanum.
Hann þótti fáráöur, bæði til orða og athafna.
Hreppurinn hafði borgað uppeldi hans, á ýmsum mis-
jöfnum heimilum, fram að átján ára aldri. Þá loksins
var hægt að ferma hann upp á fáeinar greinar úr fræð-
unum, sem honum voru kendar utanbókar. Og eftir það
losnaði hreppurinn við að borga með honum til þeirra,
sem hann var hjá. En kaup fékk hann hvergi — að-
eins fötin og fæðið.
Þegar hann var tuttugu og fimm ára gamall, réðist
hann að Karlsstöðum fyrir matvinnung. Þar var hon.
um gefið lambið seint á sauðburði, móðurlaust, nýborið,
einmana og hjálparlaust eins og silungsbranda í upp-
þornuðum mýrarpolli, og kol.mórautt eins og Íeirbotninn.
Héðinn elskaði lambið með allri þeirri ást, sem safn-
ast hafði saman hjá honum á þessum tuttugu og fimm,
árum hans. Hann var því faðir og móðir, og svo ná-
kvæmur í allri umhugsun um það, að fólkið á Karlsstöð-
um undraðist stórlega, að “fábjáninn” ætti yfir svo mik-
illi og góðri hugsun að. ráða. Hann mataði það með sér
úr skálinni sinni kvelds og morguns, og þegar það stálp-
aðist, gaf hann því með sér af brauðinu, smérinu, harð-
fiskinum og eiginlega öllu því, sem honum var skamt.