Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 61
SAGA 55
a'S, og þaö gat í sig látiS. Öll þau gæSi og gæluorS, sem
HéSinn átti í eigu sinni, gaf hann lambinu. Og svo
hænt var þaS aS honum, aS svo mátti heita, aS ekki
mætti þaS af honum sjá. Elti þaS hann hvert sem hann
fór heima viS, en þar sem HéSinn þurfti margan snún.
inginn aS fara, urSu þau oft aS skilja, og jarmaSi þaS
þá sárt, en HéSinn þurkaSi sér um augun í sælukendri
sorg.
HéSinn hafSi fariS þess á mis, sem gott uppeldi og
andleg heilbrigSi veitir barni, unglingi og æskumanni.
Þótt skilningurinn væri sljór, fann hann eSa skynjaSi
ósjálfrátt, aS hann var hvarvetna hornreka, þar sem
gleSi og lifsleikar réSu ríkjum, nema ef hægt var aS nota
hann um stundarsakir, fyrir skotspón hæSnisörva eSa
kesknishnúta. Hann lærSi því snemma aS forSast gleSina
og galsann. Hann lifSi sig inn í einveruna, sjálfan sig
og eldra fólkiö. VarS tortrygginn, skapstyggur, dutl-
ungalyndur, óframfærinn, en fáskiftinn og orSfár. Reiöst
gat hann afskaplega, þegar hann var drengur, en ekkert
hafSi á því boriö síSan hann varö fulloröinn.
Þegar honum var gefiS lambiS, varS hann ofsa-
glaSur, tók þaS í faSm sér og dansaSi meS þaS á sinn
hátt, en kysti húsbændurna, góSu hjónin, sem bjuggu á
KarlsstöSum. Frá þeim degi varS 'hann eins og annar
maöur. ÞaS var eins og birt hefSi yfir honum öllum.
Eins og fimm ára gömul barnssál gleSinnar byggi í þess.
um tuttugu og fimin ára líkama, og lýsti hann allan upp.
Hann varS ánægSur meS sjálfan sig og aSra, langtum