Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 66
60 SAGA
viS loft frá honurn. 1 kjaftinum sé Héöinn aö hann hélt
á einhverju, og þetta eitthvaS var mórautt.
Mórautt!
Alt, sem honum þótti vænt um í heiminum, var mó-
rautt.
HéÖinn kiptist viö.
Öglögt, en meö nístandi kvölum, sá hann í huga sér
Móru sína iitlu, bitna og blóðuga í andarslitrunum,
borna frá sér i refskjaftinum.
Hann fékk andköf og lá viö aö örvinglast af ofur-
magni kveljandi sársaukans. Þaö var eins og hnífur
stæöi í gegnum hjarta hans og honum sortnaöi fyrir
augum. Eitt augnablik varö hann lémagna, og honum
fanst hann ætla aö hníga niður.
Þá alt í einu kom breytingin.
Hann, sem alla sina æfi haföi verið lotinn, varö
keipréttur. Hver einasti vöövi i líkama hans varð strengd-
ur og harður. Meö upplyftum, kreptum hnefum,
steytti hann þá á eftir óvininum, sem stal frá honum allri
lifsgleöi hans. Augnaumgeröin herptist saman og geröi
augun lítil, en úr því litla, sem af þeim sást, blossaði
villieldur brjálaðra ástríöa. Andlitið, sem hvorki var
frítt né ófrítt vanalega, varð ógurlega afskræmt, og úr
hverri hrukku og hverjum drætti þess lýsti óstjórnleg
reiði, óslökkvandi hatur og óendanleg hefnigirni.
Tennurnar gnístust saman, en út á milli þeirra brut-
ust þessi orð:
“Tóan! Dauðinn! Djöfullinn!”