Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 68
62 SAGA
ekkert annað en bálheitur hefndarþorsti, sem þráíSi það
eitt, a?S svala sér í bióíSi refsins.
Eitt augnablik horfðust þeir í augu, og á þvi and-
taki var sem refurinn misti öryggi sitt og hálfan þrótt.
Hann reyndi aS komast fram hjá Héðni til hægri, en
Héðinn var þar; svo til vinstri, en þá var HéSinn þar.
Eina og seinasta úrræSi refsins, var aS stökkva
beint framan á HéSinn meS útglentum klóm og kjafti.
Tönnum sínum, beittum eins og nálarbroddum, stefndi
hann beint á háls HéSins, en þær komust aldrei svo
langt, því HéSinn tók á móti. Hann greip handsterkum
greipum um háls refsins. Refurinn beit og reif HéS-
inn, en hann fann eigi til sáranna né vissi af því, aS
blóSiS lagaSi úr honum. Fastara og þéttara kreptust
fingurnir utan um kverkar refsins, unz hann lá stein.
dauSur fyrir fótum hans.
HéSinn hafSi kyrkt hann í greipum sér.
Þá rak hann upp langan og háan hlátur.
Svo setti aS honum ískaldan hroll og undarleg
hræSsla gagntók hann. Hann hrökk frá refinum sem
einhverju ógurlega viSbjóSslegu. Nú fann hann sárt til
sviSans frá refsbitunum og rispunum. Enn einu sinni
kom kjarkur hans til baka. I seinasta sinni horfSi hann
eitt andtak hatursaugum á refinn. Svo sparkaSi hann
honum á einu heljarkasti meS fætinum fram af hengi.
fluginu. Eftir þaS lét hann fallast niSur á stein, huldi
andlitiS í höndum sér og grét lengi.
Uni mJSdegi kom HéSinn heim,