Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 70
64
SAGA
Manitou-Oopah.
Svo segja fróðir menn, að fyrirsögn þessi sé upp-
runalega sama nafni'ð og fylkisins “Manitoba” í Canada,
eða “Manitoubah”, eins og réttara mundi að skrifa það
og bera það fram.
Þýðing hinna tveggja indíánsku orða: “Manitou” og
“oopah”, eða “woo-pah”, eða “Wah-pah”, eins og það
er einnig stundum nefnt, er ekki fjarri því að vera á
íslenzku “Andans flutningsstaður”, eða “Yfirferg And-
ans Mikla”, því hér er auðvitað átt við “guS” Indíán-
anna.
Hér fer á eftir munnmælasaga Indíána um það,
hvernig vatn það hlaut nafn sitt, sem Cree- og Saulteaux-
Indiánar þektu með nafninu Manitou oo-pah. — Er sagan
rituð á ensku máli af öldnum nýlendubúa nú fyrir
skömmu, en munnmælin hafði hann frá móður sinni, en
hún frá frumþjóð þessa lands.
“Ma-koos” (Björninn) var vaskur veiðiamður, sem
bjó í þorpi einu á vatnsbakkanum. Hann elskaði “Wah-
si-ap”, fegurstu meyna í þorpinu, sem var dóttir yfir-
mannsins, og hún endurgalt ást hans.
Um vorið, eitt árið, var alt ákveðið með brúðkaup
þeirra. Það var ákveðið ,að þegar Ma-koos kæmi heim
frá vorveiðunum, skyldu þau verða gefin saman í hjóna-
band. Ma-koos hélt af stað, en hafði áður ákveðið dag-
inn, þegar hann kæmi til baka, hlaðinn veiöigæðum, og