Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 71
SAGA 65
tiltekið staðinn, þar sem Wa'h-si-ap átti aS mæta honum,
er hann kæmi til baka í kanú sínum (Indíánabátnum:
canoe).
A hinum ákveðna degi hélt Wah-si-ap af stað til aS
mæta unnusta sínum, þar sem þau höfðu mælt sér mót.
Hún haföi ekki haldið lengi áfram, þegar hún uppgötvaSi
sér til mikillar skelfingar, að henni var veitt eftirför
af “Mut-chi Manitou’’ (Illum anda), sem æstur upp af
fegurð hennar, þráði að taka hana á brott með sér og
ná henni á vald sitt.Hún flýði sem fætur toguðu undan
honum, en hann dró skjótt á hana í eftirförinni. Kn
rétt í því sem hann nálgaðist hana, kom hún til allrar
hamingju auga á bifurbú, skamt úti í vatninu. Hún
stökk þangað og hélt að nú væri hún óhult, því hún vissi
vel að Mutchi Manitou getur ekki komist yfir vatn.
En Mutchi Manitou blés svo heitum anda á vatn-
i«, sem lá villi þeirra, að það þornaði óðum upp. Þegar
hún sá hvað verða vildi, hét hún á Git-chi Manitou (Góða
andann) sér til hjálpar, sem strax sendi “Totem”, bifur-
mn, að frelsa hana. Bifurinn bygði bú eftir bú, fram í
vatnið, svo hún gat stokkið frá einu til annars, og gert
þannig bilið breiSara milli sín og Mutchi Manitou, sem
stöSugt tafSist viS aS blása á hiS þornandí vatn.
I þessum svifum sér hún langt í burtu hvar Ma-koos
kemur í bát sínum í áttina til hennar. Hún flýtti sér því
meir, því hún tók eftir því aS Mutchi Manitou þurkaSi
fljótar upp vatniS, sem lá á milli þeirra, en bifurinn gat
bygt búin. Ofsækjandinn var aS hafa betur í annaS sinn