Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 85
SAGA 79
aldar vitrir sauðir bruddu og sulgu grængresið
hálfan sólarhringinn, og jórtruðu það liggjandi
og ánægðir hinn helminginn, og urðu bústnir og
pattaralegir eins og dönsk aligæs, beit Skáld-
sauðurinn aðeins nóg til þess að lífið hjaraði.
Annars notaði hann “sumarfríið” á afrétt-
inni til þess að ganga um kring, athuga, góna
og grufla. En viðfangsefnin voru mörg og marg-
brotin, en skilningurinn fáþættur að gera sér og
öðrum það að fullu ljóst, sem hann heyrði og sá
og hugsaði — eins og gengur hjá sauðum.
Hann gleymdi því, að hann var ekki skapaður
í þennan heim til að hugsa, heldur til að búa til
feitan skrokk og vel útilátinn mör. En það fer
sjaldnast vel fyrir þeim, sem gleymir ætlunar-
verki sínu.
Almannarómurinn varð sá, að hann væri
ekki einungis lélegra búsílag en nokkur hinna
sauðanna, heldur væri hann þeirra hjárænuleg-
astur og sauðheimskastur.
Hvorki menn né sauðir skildu hann.
Þess vegna var hann talinn viti sínu fjær.
En þegar svo er komið í einu sauðfélagi, eða
jafnvel í sjálfri þjóðhjörðinni, þá er aðeins um
tvent að velja: Að einangra gemlinginn, svo
hann villi ekki aðra og leiði þá í gönur, eða lóga
honum.
Síðara ráðið var valið.