Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 90
84 SAGA
örfáum stundum. En enn hafa þeir eigi svaraö nema
í draumi spurningunum þremur: Hvaöan kom eg? Hví
er eg hér? Hvert fer eg?
Svo er mörg tízkan leiö og ljót, að konungar hennar
• þurfa að umskapa hana og endurbæta tvisvar og fjórum
sinnum á ári hverju.
'Hæstu fjöllin eru eigi ætíð þau fegurstu, en ætíö
þau köldustu, þegar upp á eggina kemur.
Lögin eru fyrirskipanir auðkýfinganna um aS fá-
tæklingarnir láti þaö í friöi, sem þeir eru búnir aö hlaöa
í kringum þá.
Þeir, sem berjast fyrir friði heima fyrir, meöan þjóö
þeirra er í stríöi, hljóta oft sár, sem ver gróa, en þeirra,
sem á vígvellinum særast.
Reynsla einstaklingsins er sjaldan sígildandi sann-
leikur. Hún er oft legsteinn meö gyltui nafni, sem menn
reisa á gröfum afglapa sinna.
Mýkstu böndin veröa oft að höröustu fjötrunum..
Bygöu ekki háa byggingu á þeim grundvelli, sem þú
þekkir ekki. Hann getur verið kelda, sem hús þitt sekk-
ur niður í.
“Þeir, sem tala án þess aö hugsa, syndga líklega ekki
fremur en páfagaukarnir, þótt þeir blóti og bannsyngi.