Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 100
94 SAGA
aS tauta fyrir munni sér: “Ulimaun, Ulimaun” (sem þýð-
ir “Skaröxi, skaröxi”)
Þá varö veiðimaðurinn hugrakkari, opnaði tóla-
skjóðu sína, tók upp skaröxina sína og gaf manninum
hana að gjöf. ,
Og maðurinn sagði: “Konunni þinni leiðist að vera
gæs. H(ún hefir breytt sér aftur í konu, og er þarna
vesturfrá á ísnum að fiska.”
Alt í einu var kominn vetur. Það lá is yfir fljótinu
og ofan á ísnum var djúpur snjór. En þetta hræddi
veiðimanninn ekki minstu vitund, því hann þekti galdr-
ana hans Kayungayuk, og fór skemstu leið, undir ísinn
ofan í fljótið. Þegur maður er undir áhrifum töfr-
anna, kemur það skjótt í ljós, að vatnið nær ekki alla
leið niður að fljótsbotninum eða mararbotninum. Það
er bil þar á milli, sem vatnið þenst yfir eins og tjald-
þak, líkt og ís, aðeins þykkra, svo veiðimanninum varð
ekki skotaskuld úr því að ganga eftir fljótsbotninum,
undir vatninu, ísnum og fönninni.
Hreindýraskyttan unga hafði aldrei lagt niður brell-
ur sínar til fulls. Hjann hafði að vísu sýnst mjög dap-
ur nú um langan tíma, sökum konuhvarfsins, en þar sem
hann nú vissi, að hann myndi finna hana strax, tók hann
aftur glaðværð sína. Og þegar hann gekk eftir fijóts-
botninum, undir fólkinu, sem var að dorga á ísnum, og
sá önglana, sem héngu niður í vatnið, gat hann ekki stilt
sig um að kippa ofurlítið í hvern öngul, rétt eins og fisk-
ur hefði bitið sig á. Fiskifólkið, sem fann rykkinn, dró