Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 112
106 SAGA
átta daga, og fiskuSu alt af jafn vel. Þá segir formaSur
viS háseta:
“Trúir þú nú ekki enn, aS eitthvaS komi til þess,
aS viS öflum betur en flestir aSrir?” RæSur hann sér
varla af gleSi yfir hepni sinni, en hinn tekur þessu enn-
þá dauft. En formaSur segir, aS ekki muni aflinn aS
orsakalausu, og fer um þaS mörgum orSum, þar til há-
seti gellur viS og segir :
“Ekki vænti eg aS þú hafir látiS hann Jón narra
þig um daginn, þegar þú varst aS ganga til hans, og
segSu mér satt og rétt um öll ykkar viSskifti.’’ Og þang-
aS til var hann aS viS formann, aS hann sagSi honum upp
alla sögu, og ónýttist þannig fiskigaldurinn, og fengu þeir
aldrei bein úr sjó eftir þaS, fremur en áSur.
Álfkonuhringurinn.
SögumatSur Þorsteinn timburmeistari SigurSsson frá
Sauöárkróki. Söguna sagöi honum frú Þorbjörg Halldórs.
dóttir, kona séra Stefáns Jonssonar á Auökúlu, en systir
Björns Halidórssonar frá úlfsstöJSum í LoJSmundarfiröi, og
hafJSl Hildur móöir hennar sagt henni söguna, eftir annari
af dætrum konu þeirrar, sem sagan segir frá.
Á þeim árum, er saga þessi gerSist, bjuggu hjón
nokkur myndarbúi á bæ einum í Kelduhverfi í Þingeyj-
arsýslu. Þau hjón áttu tvær dætur barna, en ekki er
nafna þeirra getið. Var á þeim tímum lítiö um brauS-
gerö þar um sveitir, nema fyrir hátíöir og tiglidaga.