Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 114
I
108
SAGA
hún þess vegna óhrædd nota hana handa sér og sínum.
En þaö sem ofan á kökunni lægi, sagöi hún að húsfreyja
skyldi eiga og bera til launa fyrir þá óánægju, sem hún
heföi ollað henni með kökuhvarfinu. Aö svo mæltu
biður hún húsfreyju vel aö lifa og hverfur á burt.
Þegar konan vaknar, man hún draum sinn, en leggur
þó lítinn trúnað á hann. Fer hún fram litlu síðar til að
skamta jólamatinn og kveikir ljós í búrinu; sér hún þá
hvar pottkaka liggur á búrhillunni á sama stað og árið
áður, og eins að útliti. Tekur hún hana niður og sér, að
ofan á henni liggur lítið bréf, saman brotið. Flettir hún
því í sundur, og sér til undrunar, lítur hún að innan í
það er vat'ið forkunnar fagurt fingurgull steinum greypt.
Bregður hún hringnum upp á fingur sér og var hann
henni mátulegur, og bar hún hann síðan alla æfi, en
pottkökunnar nutu menn sem mesta sælgætis um jólin.
Þeim systrunum þótti hringurinn góður og hugsaði
hvor um sig að fá hann í sitt hlutskifti að móður sinni
látinni.
Líða nú nokkur ár, þar til húsfreyja legst sjúk og
leiddi sú sótt hana til bana. En á sama augnabliki og hún
tekur síðasta andvarpið, er hringurinn horfinn af hendi
hennar og hefir aldrei síðan sést, og töldu þær systurn-
ar þag happ mikið, stðar meir, því annars þóttust þær
þess vissar, að hann hefði orðið skaðvænt þrætuepli á
niilli þeirra.