Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 122
116 ' 1 SAGA
inni, og virti hann fyrir mér. Eg vissi aö hann gat
hlaupiö meira en eg, en svona stórkostleg hlaup hélt eg
aö hann ætti ekki til í eigu sinni. Eg sá nú álengdar
hvar hann sat, og var aö hugsa um að- leggja af staö til
hans, en fanst samt eg hafa orðið illa útundan aö hafa
ekki getað heyrt það sama og hann heyröi. Mér dettur
í hug aö reyna nú einu sinni á heyrnina í alvöru, og fer
aö hlusta í annaö sinn. Eftir litla stund heyri eg ein-
hvern óm í fjarska, og heyrist mér stefnan vera í áttina
til klettasnasanna, noröan á berghryggnum. Eg hlusta
um stund, og er nú viss um, aö þetta er ekki glapheyrn.
Mér dettur nú strax í hug huldufólk í klettasnösunum, og
finst að ef það ætti fyrir mér að liggja aö geta oröiö
var við huldufólk, þá myndi aldrei bera betur í veiði en
nú. Eg geng því á hljóðið og heyri aö það skýrist smá-
saman, unz það líkist mest hunángsflugusöng. Eg staö-
næmist og litast um og sé hvar stór hunangsfluga svífur
ir.nan um daggardropana í einum lyngrunninum, og
kvað viö raust. Frá henni barst söngurinn. Fanst mér
nú rannsókn minni lokið, og áleit strax að þetta hefði
veriö þaö sem Siggi heyrði. Nú var eg hka ánægöur aö
leggja af stað, en gekk hægt og rólega niður brekkuna,
og þegar eg kom i sandskriðuna, sá eg sporin eftir Sigga,
þar sem hann hafði hlaupið, og þótti mér undravert,
hve langt var á milli þeirra. Þegar eg kom til Sigga, var
hann oröinn leiöur að bíða. Eg spyr hann að því, hví
hann hafði hlaupið svo mikið, en hann vill fá að vita,
hvort eg hafi ekkert heyrt.