Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 124
118
SAGA
Austrænn andi.
Fyrirlestur um Þakur indverska. Saminn 1921, en fluttur
í Winnipeg, á fyrsta sumardagr, 1922.
Þrátt fyrir ískalda norðanæÖinga síÖustu ára, hefir
hiýr blær andaö til vor úr austrinu. Þessi geðblær hinn-
ar indversku lífs-heimspeki, kemur ekki aðeins beina leiö
til vor úr heimkynnunum fornu, heldur berst hann ýmist
Jjóst eöa óljóst meg hugblæ hinna ýmsu rithöfunda og
skálda Noröur- og Vesturálfu, sem snortnir hafa orðið
af þessari eldgömlu aringlóð alkærleika al-lífsins.
Þessa hlýja blæs gætir orðið allmikið i bókmentum
enskrar tungu, og þaðan hefir hann að mestu leyti bor-
ist til vor íslendinga austan og vestan Atlantshafs, eftir
margvíslegum farvegum og með margskonar straumum.
Einn þeirra manna, sem allra mest hefir kynt vest-
rænu þjóðunum heimspeki Indverja, bæði leynt og ijóst,
er skáldið mikla og heimspekingurinn, Rabindranath Ta-
gore, enda er hann mest og bezt þektur allra núlifandi
Indverja í bókmentaheiminum, og talinn í fremstu röð
þeirra, sem heiminum hafa boðskap að bera í söngvum
og sagnmáli.
Eins og suma mun reka minni til, var hafður illur
grunur á þessum frjálslynda Indverja, meðan á stríðinu
mikla stóð, af því söngur hans komst ekki í “takt” við
trumbur þær, sem þá voru hæst slegnar. Eftir sumum