Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 125
SAGA 119
blaöafregnum aö dæma, lá nærri aS hann lenti innan lok-
aðra járndyra meíS slagbrandi fyrir og járngrindum fyrir
gluggum. Þó varð ekkert úr því, og má óhætt segja, að
“stærS’’ hans hefir þar riSiS baggamuninn, eins og Tol-
stoys fyrrum á Rússlandi, því þá varS oft skamt skeiS
rnilli frelsis og fjötra. Og um sextugs afmæliS sitt, sem
var sjötta mai siSast liSinn, fór Tagore sigri hrósandi um
NorSurlönd og hélt fyrirlestra um menninguna aust-
rænu.
Sökum þess aS Tagore hefir orSiS manna mest til
þess aS draga hugi manna austur aS Indlandi, íslendinga
sem annara þjóSa, er fróSlegt aS gera sér ofurlitla hug-
roynd um boSskap þann, sem hann flytur vestrænu menn-
ingunni. En fyrst þykir vel hlýSa aS geta nokkurra at-
riSa úr æfi hans. AS sönnu var þeirra litillega minst
meö þýSingu fjögurra smákvæSa, sem birtist í vikublaS-
inu Voröld, í nóvembermánuSi 1918. En þá geysaSi in-
flúenzan um allar íslenzkar bygSir, og þeim sem þaS
samdi, leikur grunur á aS veikindin hafi komist í þaö,
°g þaS því ekki orSiS langlift meS lesendunum.
Sir Rabindranath Tagore er borinn á þessa jörS 6.
maí, 1861, í Bengal á Indlandi. Ætt hans er gömul og
gamalfræg. Hafa Þakur-arnir, sem ensk tunga hefir
breytt í Tagore, (og hér er fylgt sökum hefSar þeirrar
°g vana, sem orSin er á Tagore-nafninu um allan heim),
unniS ættlandi sínu ómetanlegt gagn i endurvakningar-
°g umbótamálum á öllum sviöum og er i heiSri höfS á