Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 126
120 SAGA
öllu Indlandi, en þó sérstaklega í Bengal. Afi skáldsins
var prinsinn Dwarakanath Tagore, en merkastur allra
forfeðra Rabindranath Tagores er faðir hans, Deben-
dranath Tagore, sem afsalaði sér titlinum Maharaja
(mikli konungur), en var sæmdur af þjóS sinni auknefn-
inu Maharshi (mikill vitringur).
Maharshi Debendranath Tagore, var einn af allra
stærstu andlegum leiStogum Indlands, og allra manna
guSræknastur. Einu sinni kom efunarsamur vinur hans
til hans og sagSi: “Þú talar um guS; látlaust og enda-
laust um guS. HvaSa sönnun er fyrir því aS guS sé til ?”
Maharshinn benti á ljós og spurSi vin sinn: “Veiztu
hvaS þetta er?”
“Ljós,” svaraSi maSurinn.
“Hvernig veiztu aS þaS er ljós þarna?”
“Eg sé þaS. ÞaS er þarna og þarfnast engrar sönn-
unar. ÞaS sýnir sig sjálft.”
“Svo er meS tilveru guSs,” svaraSi Maharshinn. “Eg
sé hann í mér og kringum mig, í öllu og gegnum alt, og
hann þarfnast engrar sönnunar. Hann sýnir sig sjálfur.”
Rabindranath var yngsta barn föSur síns af sjö
bræSrum og þremur systrum. ÞaS er sagt aS fædd skáld
séu vanalega lagleg. Ef þetta er algild regla, þá er
Rabindranath ekki undantekning. Hann er jafn frægur
á Indlandi fyrir fegurS sína sem skáldskap. Og ef menn
bera saman myndir af honum ungum viS beztu myndir
málaranna frægu af meistaranum frá Nazaret, sjá menn
hve andlitsfalli beggja svipar saman.