Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 128
!S2 SAGA
að berjast viö fátæktina um yfirhöndina á fötum og fæði.
Ef svo heföi veriö, er óséö nema vandar Hjálmars og
þyrna Þorsteins heföi þá meira kent í kvæðum hans.
F.n alt sem þann þurfti hendinni til að rétta, lá við vöggu-
stokkinn.
Af öllum þeim ódæma kynstrum af bókum, sem hann
hefir gefiö út, — bæöi Ijóðum, sorgar- og ljóðleikjum,
skáldsögum og smásögum, ritgerðum og þýðingum, sem
alt í alt munu mynda hundraö bækur, — þykir honum
vænst um kvæðin sín. 1 þeim finst honum hann vera
allur sjálfur — sitt mesta og bezta. Enda hafa yfir 30
Ijóðabækur veriö gefnar út eftir hann, og er það áreið-
anlega meira en vér, Islendingar, gætum þolað einum
manni — hversu vel sem hann orti.
Af þessu sést bezt hve mikilhæfur höfundur Rabin-
dranath Tagore er. En hann er einnig mikill og djúp-
sær heimspekingur og kennari, andlegur og þjóðræknis-
legur leiðtogi, sagna rannsakari, söngmaður og sönglaga-
smiður, dálítill málari, víðsýnn fræðari, afbragðs stjórn-
ari og dágóður ritstjóri. Hefir haft ritstjórn fjögra tíma-
rita á hendi og tekist vel. Skóla stofnaði hann og starf-
rækti eftir eigin hugmynd, og er sá skóli talinn fyrir-
mynd nær sem fjær. Tekur hann sárt hversu einstak-
lingseðli barnanna er misboðið í nútíðarskólunum. —•
Tagore segir sjálfur, að öllum dísum listarinnar hafi
hann gefið glaður hönd sína, og orðið nauðugur að
draga hana til baka, frá einni til annarar, en kærust sé
sér Iðunn þeirra allra.