Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 130
124 SAGA
dómsorö yfir útlendu hugsanafjötrunum, sem lagöir
voru strax í fornöld á fámenna þjóö norður viö íshöf
og látnir holdgróa.
Skólar Tagores stefna í þá átt, aö fyrirbyggja aö
menn eyöi helming æfinnar til aö læra þaö, sem er einsk-
is nýtt og vtrra en þaö. 1 stað þess aö ala börnin
upp við þröngsýnar kreddur og kórvillur, og segja þeim
að þær séu þær einu helgu reglur, sem guð hafi sett, en
allar aðrar skoðanir frá þeim illa, sem varast beri sem
víti sjálft, vill Tagore láta leggja rækt við aS göfga
hugarfar þess mannsanda, s'em í dýpstu eining sinni er
alstaðar eins um allan heim — og heima. Og öll upp-
eldismál, trúmál, siðferöis- og mannfélagsmál, verða að
hvíla á herðum ástar og meðaumkvunar — hins Krists-
fagra kærleika, eins og vér Vesturlandamenn mættum
nefna það, fyrst vér þekkjum hann, þótt ekki megnaði
hann að hefja sál vora til fagnaðarhæðánna, sökum
fjötra þeirra, sem kirkjan hlekkjaði hann í.
Eins og hamstola dýr gröfum vér oss niður í jörðina,
gegnum aur og urðir og björgin blá til að ná í steina
og málma til að skreyta limi vora og klæði. Sumir missa
sál sína niður í iður undirheima, en koma upp með fang-
ið fult af glóandi demöntum og gulu gulli — og þá kall-
ar heimurinn hepna og sæla. Tagore álítur ekki leyndar-
dóm lífsins í því fólginn að ná og safna, heldur í þvi að
þekkja og skilja. En vökulíf nútíðarmannsins eyðist
mestmegnis í að eta, vinna, tala og ferðast. Hugsun
flestra manna leitar út á við til hégómans, en ekki inn