Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 135
SAGA 129
meSan skapaöar eru óteljandi líkinga-líkamar í mynd og
lögun drauma hans og hugmynda og þeim síöan kastaö
burtu eins og leikföngum barnsins þegar þaö eldist; með-
an hann reynir aö brjótast inn í leyndardóm sköpunar-
verksins, og meöan hann kastar frá sér gömlu vinnuað-
ferðinni til þess að reyna nýja í annari smiöju; — já,
nieðan alt þetta skeður, heldur maðurinn áfram upp á
við, frá tímabili til tímabils, til hins fylsta skilnings á
sál sinni; — sál, sem er stærri en hlutir þeir, sem maöur-
inn safnar, verk þau sem hann afkastar, fræöikerfi þau
sem hann byggir; — sál, sem hvorki verður stöðvuö af
dauða né eyðing á braut sinni áfram og upp á við.”
Fullkomnun mannsins er að finna “guð í sjálfum sér”
— hina einu, sönnu uppsprettu lífsins, sem er sannleik-
ur hans og sem er sál hans; lykill sá, er hann opnar með
hliðið að andlega lifsheiminum.
Þess meir sem vér nálgumst vorn sanna mann (guð
1 sjálfum oss), því samræmisfyllra verður líf vort. Lengi
°R langt getum vér orðið að ganga unz þessi æðsta lífs-
eind vor sameinast lífseindinni fullkomnu: alverandan-
ur>i, en endirinn er viss, hversu langt og hversu víða sem
leiðirnar kunna að liggja. í einu af hugsunarfegurstu
kvæðum sínum segir Tagore svo:
“Langur er tíminn, sem ferð mín tekur, og langur er
vegurinn.
A blikfari hins fyrsta ljóss hóf eg för mina og
S1gldi áfram yfir eyðimerkur heimanna og skildi spor