Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 136
130 SAGA
mín eftir á ströndum stjarna og pláneta.
Þaö er fjarlægasta stefnan, sem liggur næst sjálfum
þér, og þaö menningar-uppeldi er langflóknast, sem leiö-
ir til algers einfaldleika samræmisins.
Feröamaðurinn verður að drepa á allar ókunnar
dyr til þess að komast að eigin arin-stöðvum, og sér-
hver verður að reika um alla ytri heimana, svo hann nái
að síðustu í helgidóminn insta.
Augu mín hvörfluðu og skygndust um hátt og lágt
áður en eg lokaði þeim og sagði: ‘Hér ert þú!’”
‘‘Getur ekki þessi heimsskoðun, þessi trú Tagores,
greitt neitt úr því vandræðaneti, sem allar þjóðir og öll
mál eru flækt í nú á dögum?” spyr merkur rithöfundur
í einu af betri ársritum Breta, nú nýskeð. — Bardagarnir
milli þjóðanna, grimd mannanna, þræturnar og cjöfn-
uðurinn, sýna oss menn og konur á ýmsum stigum sálar-
þroskans og fullkomnunarinnar. Enn þá hafa fáir öðl-
ast það samræmi, sem hlotnast með því að týna sínum
óæðra manni í heildina og finna þannig sinn æðra mann.
Allir sorgarleikir, sem veraldarsagan sýnir, hafa orsak-
ast af stærilæti og ofurdrambi persónuleikans, sem spark-
ar heildinni úr vegi til að brjótast eigin leiðir. Fortíð-
arbrautin er stráð reköldum þjóða, stofnana og trúar-
bragða, sem skildu eigi orku þá, sem lætur lifshjartað
slá, en reyndu að fjötra hana innan þröngra takmarka
eigin nota. Það er til klettur, sem allir herskipaflotar
heimsins rekast á og molast í spón. Það eru til leyndar-