Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 138
132 SAGA
inn í þann sanna heim, sem er ótrúlega nærri oss ef vér
aðeins gerum oss grein fyrir honum og skynjum, aö yfir
og undir og í dægurflugnaheiminum býr hinn eilífi. Ást-
in er ekki blind. Hún er hin sanna sjón, sem ummyndar
og sér alheiminn ekki síöur en mennina í “guödóms
geisla skærum”.
Svo skýrir eitt kvæði Tagores frá:
“Túlsídas, skáldiö, ráfaöi í djúpum hugsunum meö-
fram Gangesfljótinu, um þann staö, þar sem þeir dánu
eru brendir.
Hann fann konu eina sitjandi hjá líki eiginmanns
síns, -klædda giftingarskrúða.
Hún stóS á fætur er hún sá hann, laut höföi og
mælti: “Meistari, leyf blessun þinni að yfirskyggja tnig,
svo eg fái fylgt manni mínum til himna.”
“Hvað liggur á, dóttir góð?” spurði Túlsídas. “Er
ekki þessi jörð einnig hans, sem himininn skóp?”
“Mig langar ekki til himna, heldur að komast til
mannsins míns,” svaraði konan.
Túlsídas brosti og sagði til hennar: “Farðu heim til
þín aftur, barnið mitt. Áður en mánuðurinn er liðinn,
muntu hafa fundið manninn þinn.”
■Konan gekk heim í glaðri von. Túlsidas kom til
hennar á hverjum degi og kendi henni að hugsa göfugar
hugsanir, unz hjarta hennar fyltist háleitri ást.
Áður en mánuðurinn var allur úti, komu nágrannar