Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 140
134 SAGA
Hversu vesalar og “dauSar” viröast allar hugleiSslur
og frumspeki hugspekinga vorra frammi fyrir hinni ró-
legu vissu þessa manns, sem finnur guð hvar sem bóndinn
yrkir jörSina eöa vegageröarmaöurinn sprengir steina
úr götunni eða rySur skógarflækjurnar. Ekkert má girða
oss frá þessu algenga, mannlega lífi. Vér verðum aö
“hætta við þessa sálmasöngva og talnabanda upptalning-
ar’’ og opna dyrnar á myrkvaöa musterinu og finna vorn
óséöa vin hvar sem viö snertum hendi manns eöa horfum
í mannlegt auga. Hin “hljóðu fótspor” guös heyrast
í skógargötunum, og “hin gullna snerting” fóta hans er
í ljósi dögunarbjarmans og gleöi hjartna vorra.
Eins og sálmaskáld biblíunnar lýsir fávizku þess, sem
reynir að komast undan guði, með því að flýja burt á
vængjum morgunroðans, þannig lýsir Tagore fávizku þess,
sem reynir að ná guði, með því að flýja heiminn. “Vér
eigum ekki að vera meinlætamenn. Vér verðum aö hafa
hugrekki til að segja: “Guö er einmitt á þessum staö °%
hér á þessu augnabliki”.”
Tagore prédikar guðspjall hins sanna frelsis og f°r'
dæmir um leið nútíöar frelsiö, sem hann segir að hafi
blátt áfram leitt oss í nýjan þrældóm.
Vér höfum sigrað loftið, en skjálfum af ótta við
þennan “lofther”, sem dembir yfir oss “’draugslegri dauð-
ans dögg”. Vér hendumst gegnum jarögöngin í vögnum
vorum og komumst yfir Atlantshafiö á fimm dögum á sjo,
eða á sextán klukkutímum í loftinu, en vér erum orðmr