Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 141
SAGA 135
þrælar hraSans, og þreyta, leiöindi og óþolinmæöi er
rúnum rist á ásjónu hinnar vestrænu siömenningar. Vér
hælum oss af aö hafa hrakiö óttann burtu úr heiminum,
en allar nútima þjóöir hræðast hver aöra og hervæöast
frá hvirfli til ilja, svo þær séu viöbúnar til hvorutveggja:
aÖ herja eða verjast. Ljós þekkingarinnar hefir víst
hrakið burtu myrkur hjátrúarinnar ! Ætli þaö? Satt að
sönnu, að ekki hræðumst vér lengur lyngbakinn né til-
veru annara uppskrökvaðra skrimsla djúpsins, en vér
engjumst sundur og saman af angistarótta við mann-
hákarla og kafbáta. Vér tölum um trúarbragðafrelsi
vort, en erum í þrældómi vorrar eigin kreptu og hnýttu
kreddutrúar, sem er eins og kjallaraplantan, sem aldrei
sá sólina, eða dalakúturinn með spesíunum, sem engum
urðu að notum nema draugunum. Og stundum ber svo
við að það er aðeins kirkjan sjálf (skrokkurinn), sem
SH trúin byggist á, — eins og átti sér stað með musterið,
sem Tagore segir frá:
“Þjónninn tilkynti konunginum: ‘Yðar hátign, Na-
rottam hinn helgi hefir aldrei sýnt það lítillæti að ganga
lnn 1 hið konunglega musteri yðar.
Hann syngur um dýrö guðs undir trjánum meðfram
veginum. Musterið er tómt.
Þeir flykkjast saman kringum hann eins og hunangs-
^ugur utan um hvítt lótusblóm, en gefa ei hunangskrukk-
unni gaum.”
Gramur í sinni fór konungurinn þangað sem Na-