Saga: missirisrit - 01.12.1929, Blaðsíða 87
S AGA
217
Stafirnir hringsnúast svo fyrir augum hans, aÖ hann
sá sinn kost beztan aÖ segja: amen. Síöan hraÖar hann
sér út úr kirkjunni og kirkjufólkið út á eftir, sem er
lítið betur ástatt en prestur, þvi það stendur í þeirri
meiningu að óttalegur sjúkdómur hafi yfirfallið prest-
inn svona alt í einu. En er heirn á prestsetrið kom
gengur Steinunn til prests og þakkar honum fyrir orð-
ið, sem hann hafi flutt í dag. Oft hafi honum tekist
vel en sjaldan betur.—“Þegi þú Steinunn!” segir prest-
ur. “Og máttu skammast þín fyrir að láta djöfulinn
lausan í drottins helgidómi, svo drottins þjónn geti
ekki gegnt sínu heilaga embætti, og værir þú verðug
fyrir húðlát með athæfi slíku.”—Ekki kvaðst Steinunn
geta aö því gert þó þetta hefði komið fyrir hann i
kirkjunni og ei gæti hann ibendlað sig við það á nokk-
urn hátt. Prestur kvaðst vita að þetta væri af hennar
völdum, þó ekkert gæti hann sannað, en ekki bætti
þetta vinskap hans til hennar, og mundi hann nú ganga
harðara eftir tekjum sínum frá henni en verið hefði aö
undanförnu.
Ákveðinn landskuldardag kemur prestur til Stein-
unnar, og kveðst nú enga vægð sýna. En Steinunn
kvaðst illa undir það ibúin vera. Prestur sagöist þá
taka Rauð, og ekki væri hann of mikið upp i land's-
skuldina, og alla snúninga við innköllunina. Stein-
unn kvaðst mundi verða að gera sér það að góðu, því
einstæðingar yrðu alt af að lúta í lægra haldi fyrir
þeim, sem meiri háttar væru. Þaö væri þeirra hlut-
skifti. En kvittun sagðist hún vilja hafa fyrir lands-
skuldina nú þegar, og veitti prestur hana fúslega og
afhenti henni.—Hún sagðist nú verða að kveðja Rauð
sinn, og gengur með presti út fyrir túnið, fram á mýr-