Saga: missirisrit - 01.12.1929, Side 132
262
S AGA
hornkraga, þótt ekki væri hann úr horni. Var þaö háls-
kragi hár og mikill meö stórum hvössum hornurn framan á.
Tók eg strax trygð við hann og hefi notaö þá tegund lín-
kraga alla æfi síöan þegar eg er í sparifötunum og oft
endrar nær. Kann eg ekki við'mig meö annaö um hálsinn.
Veröur betur vikið að krögum þessum síðar í sögum mín-
um. Mynduðu þeir mjög merkilegt og einkennilegt atvik
í lífi mínu eftir tuttugu ár í miklu íslenzkari 'borg en Win-
nipeg er.—Þenna fyrsta kraga minn lét eg þvo og herða
með línsterkju á þvottahúsi, og kostaði það mig býsna
mikið meira en að þvo hann upp úr bæjarlæknum, eins
og strákarnir heima gerðu með gúmmíflibbana sína, sem
samt voru alt af með kamfóru-lykt og harðari og kaldari
en Helgrindur. Ilefði aldrei átt að brúka svoleiðis kraga
til altaris né í kaupstaðarferðir, heldur bara í slarkferðir
eins og réttir og skreiðarferðir og minni háttar útreiðar-
túra. Annars hefði Island átt að gera þá útlæga eins og
brennivínið, því þeir eru engu síður eldfimir, og fuðra
upp í bláum loga líkt og það, ef kveikt er á eldspýtu yfir
þeim, og brenna þá hálsinn að utan engu síður en brenni-
vínið að innan.
3.
Það var munur að sjá mig í nýju fötunum, enda var
ekki fimm centa virði af ull í þeim. Var eg búinn að fá
nóg af reyfinu af Móru minni, og hataðist við ullina eins
og íslenzku konurnar í Ameríku við rauða alskeggið.
Hefði hvorki eg né hún trúað því heirna, þótt vesturfara-
agentinn hefði sagt það, að fötin úr ullinni hennar væru
í annari eins grængolandi niðurlægingu í Winnipeg og
raun varð’ á.
Eg var ekki lengi að ganga t augun á ungu stúlkun-
um þegar eg var búinn að hafa hamaskifti. Sögðu þær
mér að nú væri eg ekki lengur emígranta-ruddinn á mó-
rauðu lörfunum, heldur liti eg út eins og kjútasti öpp-tú
deit maður, þegar eg væri orðinn allur uppdressaður i nýja
sútinu—svo fittaði það fínt. Hneigði eg mig fyrir þeim