Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 10
Milli mála 6/2014 13
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Um dönskukunnáttu
Íslendinga á nítjándu öld
heimildum er oft vikið að dönskukunnáttu Íslendinga á fyrri tíð,
án þess að tíundað sé nánar í hverju kunnátta þeirra fólst. Þegar
leita á svara við, hvernig háttar til með tungumálakunnáttu almennt
eða tiltekinna hópa í samtímanum, eru ýmsar leiðir til þess, en hins
vegar er öllu torveldara að kalla fram trausta heildarmynd af slíkri
kunnáttu manna á fyrri tíð. Hér verður að styðjast við skriflegar
heimildir sem geta haft sínar takmarkanir og verður því að taka með
fyrirvara. Auk skrifa um dönskukennslu í skólum eru til textar, sem
Íslendingar rituðu á dönsku, og einnig má finna dæmi, þar sem
Íslendingar fjalla um dönskukunnáttu sína eða annarra og hvaða tök
þeir höfðu á málinu. Einnig eru til lýsingar Dana á framburði sumra
Íslendinga, og hvernig þeim gekk að tjá sig á dönsku, en þrátt fyrir
þetta getum við aldrei vitað til hlítar, hvernig danskan hljómaði í
munni einstakra manna eða Íslendinga yfirleitt eða hve vel þeir
skildu talaða og ritaða dönsku. En það er hægt að raða saman þekk-
ingarbrotum úr ólíkum áttum og reyna að glöggva sig á þeirri mynd
sem tiltækur efniviður gefur. Hér á eftir verður gerð tilraun til þess.
Á grundvelli ólíkra skriflegra heimilda, svo sem opinberra texta,
sendibréfa, endurminninga, fræðibóka, fjölmiðlatexta og kennslu-
bóka, verður reynt að varpa ljósi á ólíkar hliðar dönskukunnáttu
Íslendinga á nítjándu öld, ekki síst námsmanna. Sérstaklega verður
hugað að því hvaða vísbendingar heimildirnar gefa um tækifæri
Íslendinga til að tileinka sér dönsku hér á landi. Hér er vitaskuld um
allstóran hóp að ræða, þar sem ýmsir þættir, svo sem búseta og
félagsleg staða, geta skipt sköpum fyrir sambúðina við dönsku og
tækifæri einstaklinga til að nota og tileinka sér málið. Í umfjöllun-
Í