Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 27
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
30
að kenna í vaxandi mæli á dönsku. Eftir því sem leið á átjándu
öldina styrkti danskan stöðu sína sem kennslumál í Hafnarháskóla.
Það átti við um kennsluna sjálfa og allt námsefni. Latínan hélt lengst
velli sem kennslumál í námi sem snerti exegese, þ.e. ritskýringar
biblíutexta, og latneska fílólógíu, þar sem hún vék ekki endanlega
fyrr en árin 1840 og 1848. Latínan gegndi einnig mikilvægu hlut-
verki í daglegu lífi stúdenta. Fyrsti fyrirlestur dagsins hófst klukkan
sex á morgnana og fór fram á latínu. Klukkan tíu mættu stúdentar
til sameiginlegrar máltíðar í Klaustrinu og kl. 5 til kvöldverðar. Við
málsverðina var einungis leyfilegt að tala latínu og væru þær reglur
virtar að vettugi, lágu við sektir sem voru hærri en fyrir það að
koma fullur í Klaustrið.40
Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, voru afdrifarík fyrir
íslenska stúdenta og höfðu smám saman áhrif á dönskukunnáttu
þeirra og margra annarra Íslendinga. Meðan latínan hélt velli í
háskólanámi, var kunnátta í henni mikilvægust fyrir stúdenta, en á
því varð gjörbreyting, þegar var farið að kenna á dönsku. Þá reyndi
mikið á dönskukunnáttu, ekki síst tjáningu á málinu sem reyndist
mörgum þrándur í götu, eins og sjá má á lýsingu dr. E. C. Werlauff,
prófessors og yfirbókavarðar á Háskólabókasafninu frá því um alda-
mótin átján hundruð:
Antallet af de islandske Studerende, som kom hertil, var naturligviis kun
ringe, men de nøde her flere Begunstigelser, idet de strax ved Ankomsten
erholdt baade Communitets- og Regents-Stipendiet. De sluttede sig altid
indbyrdes sammen og havde lidet eller intet Samkvem med deres danske
Medstuderende, hvortil deres Sprog, skjønt de talte og forstode Dansk
bidrog meget …41
Tilvitnuð orð benda til að námsmennirnir hafi skilið og talað
dönsku, en að samskipti þeirra við danska stúdenta hafi verið tak-
mörkuð vegna ónógrar dönskukunnáttu og að þeir hafi haldið hóp-
inn af þeim sökum. Þrátt fyrir samheldni stúdenta hafa samskipti
40 Sigurður Sigtryggsson, „Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn“, Frón 2/1944, bls. 133–162,
hér bls. 142–143.
41 E. C. Werlauff, Af min Ungdoms Tid. Danske, især Kjøbenhavnske, Tilstande og Stemninger ved og efter
Overgangen til det nittende Aarhundrede, ritstj. Hans Degen, Kaupmannahöfn: H. Hagerups
Forlag, 1954, bls. 85–86.