Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 175
RÚSSNESKUR KVEÐSKAPUR Á ÍSLANDI
Milli mála 6/2014
189
Eftir Alexander Púshkín eru ennfremur skráð fjölbreyttustu
þýddu verkin, svo sem ljóð, leikrit og ævintýrasögur í bundnu máli
og einnig voru þýdd brot úr skáldsögu hans í ljóðum, Jevgení
Onegín (rússn. Евгений Онегин). Ævintýrasagan Rúslan og
Ljúdmíla (rússn. Руслан и Людмила) var endursögð sem barnasaga í
óbundnu máli og kölluð Leitin að Ljúdmílu fögru9 en ævintýrinu
um fiskimanninn og fiskinn (rússn. Сказка о рыбаке и рыбке) var
breytt í jólasögu, einnig í óbundnu máli og kallað „Kona fiski-
mannsins“.10
Öll ljóðskáldin í skránni eru vel þekkt í Rússlandi og víða um
heim þótt eitt þeirra skeri sig úr. Árið 1904 birtist á Íslandi ljóð eftir
Nikulás II. Rússakeisara í þýðingu M.J.,11 en skáldskapur hans er lítt
þekktur, jafnvel í heimalandinu. Þýðingunni fylgdi umsögn þar sem
segir meðal annars: „Þannig yrkir hann, heimsins voldugasti maður,
Nikulás II., einvaldurinn yfir öllum Rússum.“ Þýðingin komst í
skrána, þótt ekki tækist að rekja slóð hennar nánar og er hún skráð
undir eiginnafni keisarans, eins og það er ritað í blaðinu.12
Þýðendur
Skráðir þýðendur eru 40 talsins. Elstur er Matthías Jochumsson sem
fæddist árið 1835, en yngst er Berglind Gunnarsdóttir, fædd árið
1953. Framlag skráðra þýðenda er breytilegt. 17 þeirra þýddu ein-
ungis eitt ljóð hver, en eftir Geir Kristjánsson liggja þýðingar á
u.þ.b. 95 ljóðverkum eftir 17 ljóðskáld. Hann er afkastamesti þýð-
andinn, en á eftir honum kemur Sigurður A. Magnússon með
þýðingar á 34 ljóðverkum eftir 5 ljóðskáld.
Eins og áður sagði voru ljóðin ekki alltaf þýdd beint úr
frummálinu. Til dæmis þýddi Geir Kristjánsson beint úr rússnesku
en Sigurður A. Magnússon notaðist við milliþýðingar. Þeir þýð-
endur sem þýddu úr millimáli notuðust líklega aðallega við dönsku,
þýsku og ensku. Auk Sigurðar A. Magnússonar þýddu úr milli-
9 Aleksandr Púshkín, Leitin að Ljúdmílu fögru: ævintýri, þýð. Geir Kristjánsson, Reykjavík:
Heimskringla, 1954.
10 A. Pushkin, „Kona fiskimannsins“, þýð. ónafngreindur, Æskan 11–12/1966, bls. 422–426.
11 Í riti Svanfríðar Larsen er hann sagður vera Matthías Jochumsson; Svanfríður Larsen, Af
erlendri rót, bls. 56.
12 „Ánægja og auður“, Norðurland 9/1904, bls. 14.