Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 127
REBEKKA ÞRÁINSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
136
Púshkín hafi þeim síðarnefnda orðið að orði: „Það er dálítið flatt,
þetta skáld yðar.“3
Á þriðja áratugnum fer Púshkín að gefa meiri gaum að prósa-
skrifum. Árið 1822 mótar hann þá hugmynd að það sem mestu máli
skipti í prósa sé að vera nákvæmur og gagnorður. Prósinn „krefst
hugsunar og aftur hugsunar“, segir hann, „því án hennar þjóna
glæsilegar setningar engum tilgangi.“4 Sögur Belkíns er fyrsta prósa-
verkið sem Púshkín lauk við. Verkið kom út árið 1831 undir heitinu
Sögur Ívans Petrovítsj Belkíns sáluga, í útgáfu A. P. (rússn. Повести
покойного Ивана Петровича Белкина, изданные А. П. ).5 Meðal
annarra prósaverka Púshkíns má t.d. nefna Dúbrovskí (rússn.
Дубровский, 1833), „Spaðadrottninguna“ (rússn. „Пиковая дама“,
1834),6 Sögu Púgatsjovs (rússn. История Пугачёва, 1834),
„Egyptalandsnætur“ (rússn. „Египетские ночи“, 1835) og Dóttur
höfuðsmannsins (rússn. Капитанская дочка, 1836).7 Sögur Belkíns
eru skrifaðar árið 1830 á haustdögum á óðali föður Púshkíns,
Boldíno, þar sem Púshkín var staddur vegna eigna- og erfðamála í
tengslum við tilvonandi brúðkaup hans og Natalíu Níkolajevnu
Gontsjarovu. Skæður kólerufaraldur í Rússlandi, ekki síst í Moskvu,
varð til þess að Púshkín varð að dvelja á óðalinu mun lengur en
áætlað var. Þessir haustmánuðir, sem ávallt eru nefndir Boldíno-
haustið, urðu skáldinu afar drjúgir til skrifta. Hann lauk við Jevgení
Onegín, skrifaði Sögur Belkíns og Litlu harmleikina (rússn.
Маленькие трагедии) auk fjölmargra kvæða og lengri ljóða.
3 „Il est plat, votre poète.“ John Bayley, „Introduction“, í Alexander Pushkin, Tales of Belkin
and Other Prose Writings, þýð. Ronald Wilks, London: Penguin Books, 1998, bls. vii–xix, hér
bls. vii.
4 А. С. Пушкин, „О прозе“, Полное собрание сочинений в десяти томах, þriðja útg., Moskva:
Наука, 1964, 7. bindi, bls. 14–16, hér bls. 15–16. Púshkín bætir því við að öðru máli gegni
um ljóðlistina, þó að sum skáld mættu að skaðlausu huga betur að þeim hugmyndum sem
þeir leggja til grundvallar ljóðum sínum.
5 А. С. Пушкин, Полное собрание сочинений в десяти томах, 6. bindi, bls. 758.
6 „Spaðadrottningin“ hefur tvisvar komið út í íslenskri þýðingu. Fyrst sem neðanmálssaga, í
Þjóðviljanum, 17. febrúar–11. apríl, 1903 (bókarform; Sögusafn Þjóðviljans. 10, Reykjavík: Prent-
smiðja Þjóðviljans, 1903, bls 31–69) og hjá Hafnarbíó í Reykjavík: Steindórsprent, 1949. Í
hvorugu tilfelli var þýðanda getið. Andrés Björnsson las eigin þýðingu á sögunni í útvarp árið
1958, 2.–5. september. Sjá t.d. Morgunblaðið 2.–5. september 1958, bls. 12.
7 Sagan birtist sem neðanmálssaga í Ísafold á tímabilinu 29. maí 1915–12. febrúar 1916 (með
hléum), og var þá kölluð Pétur og María (bókarform, Pétur og María, Reykjavík: Ísafoldarprent-
smiðja, 1915 (þýðanda ekki getið)).