Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 128
UM ALEXANDER PÚSHKÍN OG SÖGUR BELKÍNS
Milli mála 6/2014
137
Í safninu Sögur Belkíns eru fimm sögur, hver með sínu sniði:
„Skotið“ (rússn. „Выстрел“), „Snjóstormurinn“ (rússn. „Метель“),
„Líkkistusmiðurinn“ (rússn. „Гробовщик“), „Stöðvarstjórinn“
(rússn. „Станционный смотритель“) og „Hefðarmær í dulargervi“
(rússn. „Барышня-крестьянка“). Sögunum er fylgt úr hlaði með
formála, „Frá útgefanda“ (rússn. „От издателя“), þar sem gerð er
grein fyrir forsendum útgáfunnar og birt bréf sem útgefanda á að
hafa borist, frá vini Belkíns, með skýringu á tilurð sagnanna. Fram
kemur að sögurnar eru ekki „hugarfóstur“ Belkíns sjálfs, heldur eru
þær „sannar sögur sem hann heyrði hjá ólíkum persónum.“8 Sagt er
að í handriti hans séu upplýsingar um sögumann skráðar á undan
hverri sögu og þessar upplýsingar eru settar fram neðanmáls með
formálanum til upplýsingar fyrir „hina forvitnu rannsakendur“.9
Staða persónanna, sem segja Belkín sögurnar, varpar ljósi á sögu-
efnið í hverju tilviki fyrir sig, því hver „sögumaður“ segir sögu úr
„sínu umhverfi“; t.d. segir undirofursti sögu úr hernum („Skotið“)
og afgreiðslumaður sögu úr lífi smáborgara og iðnaðarmanna í
borginni („Líkkistusmiðurinn“). Púshkín fjarlægir sig þannig efninu
og persónunum og getur þar með verið hlutlægari, hann eykur á
„sannleiksgildi“ sagnanna,10 svo eitthvað sé nefnt, og stígur þannig
mikilvægt skref í þróun raunsæis í Rússlandi.
Haustið 1830 var Púshkín ástfanginn og því hefur verið haldið
fram að Sögur Belkíns séu einskonar hugleiðingar um „hamingj-
una“. Sögupersónurnar eru flestar fremur venjulegt fólk, líkt og
Belkín sjálfur, úr öllum stéttum samfélagsins og gæfan er þeim flest-
um hliðholl. Silvio í „Skotinu“ er líklega eina persónan sem segja
má að búi yfir einstökum og sérstæðum hæfileikum.11 Áhugi
Púshkíns á Shakespeare var einnig mikill á þessum tíma og sú
8 А. С. Пушкин, „От издателя“, Полное собрание сочинений в десяти томах, 6. bindi, bls. 79–
84, hér bls. 83.
9 Titilráðið A. G. N. sagði honum söguna „Stöðvarstjórinn“, undirofurstinn I. L. P. „Skotið“,
afgreiðslumaðurinn B. V. „Líkkistusmiðurinn“, og ungfrú K. Í. T sögurnar „Snjóstormur-
inn“ og „Hefðarmær í dulargervi“. Sama rit, nmgr., bls. 83.
10 Sjá: John Bayley, „Introduction“, bls. xiii; А. А. Кандинский – Рыбников, Учение о счастье и
автобиографичность в „Повестях покойного Ивана Петровича Белкина, изданных А. П.“,
Moskva: М.П. „Феникс“, 1992/1993, bls. 9.
11 Sama rit, bls. 7, 9.