Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 168
NATHANIEL HAWTHORNE
Milli mála 6/2014
178
mín kæru – hafa grafið litlar grafir í garðinum og boðið mér einum
gesta í jarðarför ungbarns. Sökum samúðar ykkar mannlega hjarta
með syndinni munuð þið þefa uppi alla staði – hvort heldur er í
kirkju, svefnherbergi, á götu, akri eða í skógi – þar sem glæpur hefur
verið framinn og fagna því að sjá jörðina alla sem eitt lastabæli, einn
risastóran blóðflekk. Og það sem meira er: Það kemur í ykkar hlut
að sjá í hverju brjósti hið mikla leyndarmál syndarinnar, uppsprettu
allra kænskubragða, sem leggur án afláts til meira af illum hvötum
en mannlegur máttur – en allur minn máttur – getur látið birtast í
gjörðum. Og lítið nú, börnin mín, hvert á annað.“
Þau gerðu það; og við loga heljarkyndlanna sá veslings maður-
inn hana Faith sína, og konan mann sinn, nötra við þetta óhelga
altari.
„Sjá, þarna standið þið, börnin mín,“ sagði mannveran í djúp-
um og hátíðlegum tón, næstum dapurlegum í skelfilegri eymd sinni,
eins og engilsinnrætið, sem hann hafði áður, megnaði enn að syrgja
okkar vesæla flokk. „Þið höfðuð reitt ykkur hvert á annars hjarta og
vonað að dyggðin væri ekki bara draumur. Nú hafa augu ykkar lok-
ist upp. Illskan er eðli mannkyns. Illskan skal vera eina gleði ykkar.
Velkomin enn á ný, börnin mín, á þessa samkomu ykkar líka.“
„Velkomin,“ endurtóku djöfladýrkendurnir einum rómi, í senn
örvæntingarfullir og sigri hrósandi.
Og þarna stóðu þau, eina parið að því er virtist, sem enn hikaði
við skör illskunnar í þessari dimmu veröld. Skál í klettinum var vígð
á náttúrulegan hátt. Var í henni vatn, roðið af logarauðu ljósinu?
eða var það blóð? eða kannski fljótandi logi? Í hana dýfði birtingar-
mynd hins illa hendinni og bjóst til að setja mark skírnar á enni
þeirra, svo að þau mættu vera þátttakendur í leyndardómum syndar-
innar, gera sér betri grein fyrir leyndri sekt annarra, bæði í orðum og
gjörðum, en þau gætu gert sér fyrir sinni eigin. Eiginmaðurinn leit
sem snöggvast á fölu konuna sína og Faith á hann. Hversu spillt
mundu þau ekki birtast hvort öðru við næsta augnatillit, nötrandi
bæði yfir því sem þau afhjúpuðu og því sem þau sáu!
„Faith! Faith! hrópaði eiginmaðurinn, „horfðu til himins og
veittu hinum illa viðnám.“
Hvort Faith hlýddi vissi hann ekki. Hann hafði varla sleppt
orðinu þegar hann stóð einn síns liðs í kyrri nóttinni, hlustaði á