Milli mála - 01.06.2014, Blaðsíða 23
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Milli mála 6/2014
26
hugsuðu sjer að fá tilsagnarlaust hinn fyrsta skilning á dönsku máli,
eða þá unglingum, sem allra fyrst byrjuðu að læra það með tilsögn.30
Þessi fyrsta íslenska kennslubók í dönsku inniheldur kafla með
lestrarreglum, þar sem danskir bókstafir og hljóð þeirra eru kynnt
og rædd í samanburði við íslensku, textana átti sem sagt að lesa með
dönskum framburði. Auk þess inniheldur bókin ýmsa leskafla, m.a.
spakmæli og heilræði og stuttar frásagnir af ólíkum toga, ásamt
þýðingum eða orðskýringum á íslensku í tengslum við textana. Bók
Sveinbjarnar var endurútgefin árið 1856 og þá undir heitinu Dönsk
lestrarbók handa unglingum. Í formála skrifar Sveinbjörn að hann hafi
heitið því, þegar fyrri bæklingurinn hafi verið gefinn út, að fengi
hann góðar viðtökur ætlaði hann sér að gefa út annan fullkomnari.
Góðar viðtökur hafi ekki látið á sér standa: „12 hundraða upplag
seldist hjer um bil á ári. Síðan hafa margir spurt eptir honum, og því
hefi jeg nú ráðizt í að láta prenta nýja lestrarbók, stækkaða um
helming; vona jeg að hún geti verið námsfúsum unglingum til ljettis
og leiðarvísis.“31 Hér er ástæða til að vekja sérstaka athygli á stærð
upplagsins, sem var 1200 eintök og nánast uppselt. Það er ekki lítill
fjöldi, þegar horft er til þess að íbúafjöldi á landinu árið 1850 var
60.416 manns, og þar af bjuggu 1149 í Reykjavík og 3855 í nær-
liggjandi sveitarfélögum.32 Nýr titill bókarinnar gæti tengst áhuga
ungmenna til að menntast, en í því samhengi gegndi dönskukunn-
átta lykilhlutverki. Hvatann til að lesa á dönsku má einnig skýra með
áhuga á lestri bókmennta og takmörkuðu framboði af veraldlegum
samtímatextum á íslensku, sem tökuorðin „natúralismi“, „nóvella“,
„póesía“, „póesibók“, „róman“, „rómantík“ og önnur orð bók-
menntalegs eðlis eru til vitnis um, og komu inn í málið á nítjándu
öld.33 Það er athyglisvert, að höfundurinn er sá hinn sami, sem örfá-
um árum fyrr hafði varað við ótæpilegri notkun danskra slettna í
30 Sveinbjörn Hallgrímsson, Dálítil dönsk lestrarbók : með íslenzkri þýðingu og orða skýringum, ætluð
þeim, sem tilsagnarlaust byrja að læra dönsku, Reykjavík: Einar Þórðarson, 1853, bls. I–II.
31 Sveinbjörn Hallgrímsson, Dönsk lestrarbók handa unglingum, Akureyri: Prentsmiðja Norður- og
Austur –umdæmisins af H. Helgasyni, 1856, bls. III.
32 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland, ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon,
Reykjavík: Hagstofa Íslands, 1997, bls. 58 og 86.
33 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989, bls. 660,
675, 718 og 772 .