Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Page 65

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Page 65
26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 65 Vinsamlegast hafið samband sem fyrst við Pétur Þór í síma 511 7010 og 847 1600 Fyrir fjársterka aðila leitum við að verkum eftir, Louisu Matthíasdóttur, Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Þorvald Skúlason og Stórval. Skipholti 35 | Sími 511 7010 og 847 1600 | petur@galleriborg.is M Á L V E R K ATH ! Við tökum lægri sölulaun og eigendur fá uppgert um leið og sala fer fram. ERUM AÐ UNDIRBÚA LISTMUNAUPPBOÐ Á laugardaginn er hinn árlegi bik- ardagur í handboltanum þegar úr- slitin í karla- og kvennaflokki fara fram. Hjá körlunum er KFUM-slag- ur Hauka og Vals á dagskrá klukkan 16:00 en á undan honum, klukkan 13:30, er Reykjavíkurslagur Vals og Fram, tveggja efstu liðanna í N1- deild kvenna. Valsmenn hafa unnið bikarinn undanfarin tvö ár hjá körl- unum en bæði Fram og Val þyrstir í titil eftir yfirburði Stjörnunnar und- anfarin ár. KFUM-slagur karlanna Þar til í vikunni voru Haukar og Valur tvö efstu liðin í N1-deild karla. Vals- menn hafa þó ekki verið jafnsterkir eftir áramót og fyrir þau, enda orð- ið fyrir miklum skakkaföllum hvað varðar meiðsli og annað. Þeir töp- uðu í vikunni fyrir HK á heimavelli, 27-25, og misstu þar annað sætið til FH. Valur hefur þó verið að end- urheimta menn úr meiðslum eins og stórskyttuna Erni Hrafn Arnar- son sem á þó eitthvað í land með að komast í leikform. Þeir fengu þó gríðarlega skemmtilega viðbót í lið sitt í vikunni þegar Rússajeppinn Sigfús Sigurðsson reif fram skóna eftir árs fjarveru og lék eins og eng- ill þó nokkuð þungur væri. Bara vera hans í vörninni gaf Valsmönn- um mikið sjálfstraust hvað varnar- leikinn varðar og á því þurfa þeir svo sannarlega að halda. Haukarnir eru þriðja árið í röð undir stjórn Arons Kristjánsson- ar langstöðugasta liðið í N1-deild- inni. Þeir tróna á toppnum þrátt fyrir að vera ekki jafnsterkir og í fyrra. Það sem Aron hefur þó vantað síðustu tvö árin er að komast í Höllina með lið sitt. Á meðan þeir hafa unnið Íslands- meistaratitilinn, næsta auðveldlega, í tvígang sárvantar þá bikarinn aftur í Fjörðinn. Tvö bestu liðin mætast Stjarnan hefur unnið bikarinn undan- farin tvö ár hjá konunum en hann fer á nýjan og gamlan stað á laugardag- inn. Hið gífurlega sigursæla bikarlið Framara er komið aftur í úrslitaleikinn undir stjórn Einars Jónssonar gegn Valskonum sem hafa ekki tapað leik á tímabilinu. Valskonur þyrstir í titil en síðustu ár hafa ekki verið þeim góð þrátt fyrir að tjalda miklu til. Fyrri leik liðanna á tímabilinu lauk með jafntefli, 21-21, en þeg- ar þau mættust aftur í janúar unnu Valskonur, 25-22. Er því alveg ljóst að um hörkuleik verður að ræða. Í báð- um liðum eru landsliðskonur í kipp- um. Markverðir liðanna, Berglind Íris Hansdóttir hjá Val og Íris Björk Sím- onardóttir, eru markverðir íslenska landsliðsins og gætu úrslitin auðveld- lega ráðist á því hvor stendur sig betur. Bæði lið geta spilað fanta varnarleik og jafngóðan sóknarleik. Bikardag- urinn ætti að verða eftirminnilegur í Höllinni á laugardaginn. Á laugardaginn ræðst hvaða lið hampa Eimskipsbikarnum í handbolta karla og kvenna en þá er sannkall- aður bikardagur. Haukar og Valur mætast hjá körlunum en hjá konunum verður Reykjavíkurslagur tveggja efstu liðanna í N1-deildinni, Vals og Fram. Harkan sex Það er alltaf hart tekist á þegar Haukar og Valur mætast eins og sást í úrslitarimmunni síðasta vor. Vill titil Stefán Arnarson hungrar í bikar með Valskonum. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is BIKARDAGUR Í HÖLLINNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.