Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Síða 23
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 FRÉTTIR 23 Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að íslenska verði bundin í stjórnarskrá sem þjóðtunga? ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að ráðherrar geti setið á Alþingi? Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að vald til að veita opinberar stöður sé hjá einum pólitískum ráðherra? Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) persónukjöri? Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að takmarka hversu lengi forseti getur setið? Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að stjórnarskrá kveði á um að Ísland verði ávallt kjarnorkuvopnalaust land? ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum verði bundið í stjórnarskrá? Hvort vilt þú heldur að ríki á Íslandi þingræði eða forsetaræði? Á að fjölga eða fækka þingmönnum? Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að réttur almennings til upplýsinga sem varða almannahag verði tryggður í stjórnarskrá? „Takmarkað vald og aukið gagnsæi“ skilaboðum um breytingar sem skýrt komu fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor,“ seg- ir hann. Meirihluti vill þjóðkirkjuákvæðið út Á meðal helstu niðurstaða má nefna að meiri- hluti frambjóðenda til stjórnlagaþings er and- vígur því að ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í stjórnarskránni; 53 prósent frambjóðenda eru andvígir slíku ákvæði en aðeins 27 prósent eru því fylgjandi. Fimmtungur frambjóðenda tekur ekki afstöðu. Niðurstaða þessarar spurn- ingar kemur ekki eins út á meðal kjósenda, eða þeirra 34 þúsund sem svöruðu spurning- um DV. Þar er hlutfall andvígra nokkru lægra, eða 42 prósent. 36 prósent eru fylgjandi slíku ákvæði. Á meðal annarra niðurstaða má nefna að þrír fjórðu frambjóðenda vilja að forsetinn hafi málskotsrétt áfram og 82 prósent þeirra vilja að atkvæði til Alþingiskosninga hafi sama vægi óháð búsetu. Þetta hlutfall er nokkru hærra en hjá kjósendum sem svöruðu spurn- ingum DV, 73 prósent þeirra eru sama sinnis. Um helmingur kjósenda vill að heimilað- ar verði opnar yfirheyrslur á Alþingi en nærri tveir af hverjum þremur frambjóðendum. Meirihluti beggja hópa vill fækka þingmönn- um og um níu af hverjum tíu vilja að í stjórnar- skránni verði réttur almennings til upplýsinga er varða almannahag tryggður. Ríflega þrír fjórðu frambjóðenda og kjósenda eru hlynntir persónukjöri og þingræði. Loks má nefna að 8 prósent frambjóðenda, eða um 40 frambjóðendur, telja litla eða mjög litla ástæðu til að breyta stjórnarskránni. Sama hlutfall kjósenda er 18 prósent, miðað við svör 34 þúsund kjósenda á stjórnlagaþingsvef DV. Vilja þingræði en samt kjósa ríkisstjórn Birgir bendir á að niðurstöður beggja hópa séu ef til vill svolítið mótsagnakenndar. Það sjáist til dæmis á því að þrír fjórðu kjósenda og frambjóðenda vilji þingræði frekar en forset- aræði en á sama tíma séu yfir 40 prósent þess- ara hópa tilbúnir að kjósa ríkisstjórn í beinni kosningu. „Það þýðir að þeir vilja ekki þing- ræði,“ segir Birgir en í þingræði felst að þingið ákveði ríkisstjórn. Birgir segist lesa út úr niður- stöðunum að í þeim felist ákall um aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds auk þess sem krafan sé uppi um takmörkun á valdi. Það sjáist til dæmis með því að stærsti hluti kjós- enda og frambjóðenda vilji takmarka þann tíma sem forseti og forsætisráðherra geti setið. Eins og sést þegar rýnt er í niðurstöðurn- ar eru frambjóðendur ef til vill heldur róttæk- ari en kjósendur; í það minnsta sá hluti kjós- enda sem svarað hefur spurningum DV. „Það er frekar áberandi að frambjóðendur virðast að sumu leyti ákveðnari og grimmari gagnvart forsetaembættinu en almenningur – þó af- staðan sé blendin að hluta. Ég hefði til dæmis ekki búst við jafn miklum stuðningi við mál- skotsrétt forseta og raun ber vitni, sérstaklega miðað við umræðuna í samfélaginu,“ segir hann en 74 prósent frambjóðenda og 64 pró- sent almennings vilja að forsetinn hafi mál- skotsrétt, samkvæmt svörum við spurningum DV. Styrkja tjáningarfrelsið Birgi finnst einnig athyglisvert að 53 prósent frambjóðenda vilja ekki að í stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju en hlutfall kjósenda sé lægra, miðað við þessar niðurstöður. Hann segir að ef þessi hlutföll haldist svipuð á með- al þeirra sem hljóta sæti á stjórnlagaþingi og að ákvæðið um þjóðkirkjuna verði numið út úr drögum að nýrri stjórnarskrá – kunni mál- ið að verða tekið upp á Alþingi, sem þarf að samþykkja nýja stjórnarskrá. Þingmenn geti þá þurft að taka afstöðu til þess hvort þeir taki mark á þeim sem sitja sem fulltrúar almenn- ings á stjórnlagaþinginu, eða hvort þeir meti það svo að almenningsálitið ráði. Þó skal bent á að fimmtungur frambjóðenda tekur ekki af- stöðu. Sem gamalreyndur fjölmiðlamaður fagn- ar Birgir því að sjá einarða afstöðu með því að réttur fólks til upplýsinga er varða al- mannahag skuli tryggður í stjórnarskrá. Ís- land muni þá fylgja í fótspor Svía og Norð- manna. „Slíkt ákvæði yrði til þess að styrkja verulega tjáningarfrelsið á Íslandi og er hluti af því gagnsæi sem mér sýnist fólk vera að kalla á, miðað við þessar niðurstöður,“ seg- ir hann. 8% 78% 15% Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu 72% 13% 5% Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu 91%85% 11% 4% 6% 3% 57% 12% 28% Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu Fækka Fjölga Óbreyttur fjöldi Taka ekki afstöðu 83% 69% 21% 12% 5% 11% 29% 12%3% 2% Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu Þingræði Forsetaræði Taka ekki afstöðu 57% 75%77% 12% 12% 13%11% 79%74% 13% 11% 11% 13% Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu 94%86% 81%89% 86%80% 82%65% 7% 7% 13% 5%20% 15% 12% 8% 3% 3% 15% 4% 6% 5% 10% 6%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.