Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Qupperneq 36
36 VIÐTAL UMSJÓN: XXXXX xxx@dv.is 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Y rsa Sigurðardóttir hefur verið spör á viðtöl í gegn-um tíðina. „Ég tek sjálfa mig ekki sérlega hátíð- lega og finnst ég ekkert áhugaverð persóna þótt ég skrifi bækur. Það er líka ekki hægt að fara í mörg viðtöl, þau verða fljótt endurtekning og þá verður maður bara leiðinlegur fyrir allra augum.“ En Yrsa er allt annað en hefð- bundin. Hún hóf feril sinn sem barnabókahöfundur og breytti svo yfir í blóðugar glæpasögur með lög- fræðinginn Þóru í fararbroddi. Yrsa er nálægt því að gera Þóru ódauðlega en hún hefur nýverið selt útgáfurétt- inn til Þýskalands og stendur til að gera spennuþáttaröð með lögreglu- konunni fræknu í aðal hlutverki. Með nýjustu bók sinni er hún komin á enn aðrar slóðir því að þótt börn komi við sögu er hún mergjuð hryllingssaga. Sígandi lukka Yrsa hefur verið fastagestur í jóla- bókaflóðinu í þó nokkur ár og henni hefur ekki einungis tekist að vinna hylli Íslendinga heldur virð- ist heimsbyggðin öll ólm vilja fá að lesa um afdrif Þóru og sakamála- rannsóknir hennar því bókunum hefur verið dreift í hátt í hundr- að löndum. Sjálf segir Yrsa síg- andi lukku besta í þessum efnum. Stundum gangi vel og stundum gangi hægt. „Ég tek þessu öllu með jafnaðargeði, ég vonast til þess að íslensk leikkona fari með hlutverk Þóru í þáttunum, en eflaust hef ég ekkert að gera með það. Það verð- ur forvitnilegt að fylgjast með.“ Æskuárin í Bandaríkjunum Foreldrar Yrsu eru Sigurður B. Þor- steinsson læknir og Kristín Halla Jónsdóttir. Þau fluttu með Yrsu og systur hennar Ýri til Texas í Banda- ríkjunum þegar hún var átta ára. „Ég bjó í suðurríkjum Banda- ríkjanna í fjögur ár. Ég bý líklega að því alla ævi að hafa flutt búferlum. Ég fór úr Hafnarfirðinum til Texas og frá Texas aftur til Hafnarfjarðar þaðan sem við fluttum svo á Sel- tjarnarnes. Ég var alltaf að skipta um umhverfi og skóla og þurfti því að aðlagast nýju lífi reglulega. Það er börnum oft hollt. Ég held ég hafi öðlast góða félags- og aðlögunar- hæfni á þessum stakkaskiptum.“ Las eina bók á dag Yrsa var gríðarlegur lestrarhestur sem barn. Hún segist nánast hafa gleypt í sig bækur. Eitt árið ætlaði hún sér að lesa eina bók á dag í heilt ár. „Það tókst næstum því,“ seg- ir hún hlæjandi. „Ef ég hefði ekki ákveðið að lesa þá löngu bók Á hverfanda hveli hefði mér líklega tekist það.“ Yrsa segist hafa les- ið flest sem hönd á festi. „Ég réðst til atlögu við bókaskápinn og las hann upp til agna. Kannski var það vegna þess að ég var stundum hálfvinalaus í nýjum aðstæðum að ég hafði allan þennan tíma en ég hallast þó frekar að því að lestur- inn hafi verið ástríða.“ Yrsa segist hins vegar ekki hafa leitt hugann að því að verða rithöf- undur fyrr en á seinni árum. „Rit- störfin heilluðu mig ekki fyrr en seint og síðar meir. Þegar ég var yngri leiddi ég hugann að því að verða læknir eins og faðir minn en útilokaði það svo á unglingsár- unum. Stærðfræðin lá svo vel fyr- ir mér. Ritstörf mín hófust einfaldlega með því að ég settist niður við að skrifa. Þannig horfa ritstörfin við mér. Þau eru ekki þannig að and- inn komi yfir þig og stýri þér í gegnum það mikla verk að skrifa heila bók. Það þarf að sitja við þetta löngum stundum og einbeita sér að skrifunum.“ HRYLLINGS- AMMAN Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur kann að hræða úr landanum líftóruna með eðalhryllingi í spennubókum sínum. Þrátt fyrir að bera aldurinn einstaklega vel er Yrsa stundum kölluð hryllingsamman sem er viðurnefni sem bæði henni og barnabarni hennar finnst hrikalega töff. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Yrsu um unglingsárin og ungdóminn, þrálátar sögusagnir um að hún skrifi líka undir höfundarnafninu Stella Blómkvist og neikvæðni í þjóðfé- laginu sem slái allan hrylling út. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI UM YRSU Yrsa Sigurðardóttir sendi frá sér sína fyrstu barnabók, Þar lágu Danir í því, árið 1998. Á eftir komu barna-/unglingabækurnar Við viljum jól, í júlí (1999), sem hlaut viðurkenningu Barnabókaráðs Íslands, Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið (2000), B 10 (2001) og Biobörn (2003) sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin það ár. Fyrsta „fullorðinsbók“ Yrsu, spennu- sagan Þriðja táknið, kom út árið 2005. Hún hlaut mjög góðar viðtökur og hefur verið þýdd á sjö tungumál. Eftir það komu Sér grefur gröf (2006), Aska (2007) Auðnin (2008) Horfðu á mig (2009) og Ég man þig (2010). Til þess að hafa góða yfirsýn set ég atburðarásina upp í Excel-töflu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.