Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Page 37
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 VIÐTAL 37 HRYLLINGS- AMMAN Eirðarlaus unglingur með leiftrandi gáfur Yrsa segist ekki hafa verið róleg- ur unglingur. Langt í frá. Hún hafi verið full af eirðarleysi, haft stutt- an kveikjuþráð og litla jarðteng- ingu. Þrátt fyrir það hafi hún ávallt náð að sinna náminu enda var Yrsa álitin fyrirtaks námsmaður á menntaskólaárum sínum í MR. Hún játar því en segir það ekki metnaði sínum að þakka. „Ég var sterk í stærðfræði og fljót að ná skilningi á flestum hlutum. Ég er með afbragðsgott minni en ég lagði mig ekki mikið fram og utanbókar- lærdómur fannst mér leiðinlegur. Ég var líklega heppin að ná góðum árangri miðað við letina og metn- aðarleysið.“ Yrsa hugsar þó með hlýju til síns gamla menntaskóla og segist vona að 14 ára dóttir hennar vilji fara þangað eftir grunnskólann. „Hún er allt önnur en ég. Svo róleg og eins og hugur manns. Ég held að unga fólkið í dag sé prýðis kyn- slóð. Það er held ég af sem áður var. Kannski létum við svona illa af því að það var ekkert annað að gera. En góð menntun skiptir mig máli og ég tel það mikilvægt að brýna hana fyrir börnunum. Ég er svona að reyna að tæla dóttur mína til þess að fara í MR sem ég álít einfald- lega vera góðan skóla auk þess sem bekkjakerfi hentar ungu fólki vel.“ Vildi verða stjörnufræðingur Yrsu sóttist námið vel. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1983 og BSc-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1989. „Að loknu prófi fór ég út á vinnumarkaðinn og vann hjá verktakafyrirtæki á Suðurnesj- um í eitt ár. Síðan tók við nokkurra ára vinna á verkfræðistofu. Eftir það fann ég að ég vildi sinna þessu frekar og sérhæfa mig og fór í fram- haldsnám í verkefnastjórnun bygg- ingarframkvæmda við Concor- dia-háskóla í Montreal í Kanada.“ Þegar hún kom heim frá Kanada réð hún sig í vinnu við Nesjavalla- virkjun og á Kárahnjúkum til 2003 við framkvæmdaeftirlit þar sem hún starfaði í nokkur ár. Nú hefur hún hins vegar flutt sig aftur í bæ- inn og starfar á verkfræðistofu í Reykjavík. Yrsa kveðst raunar hafa stefnt á að verða stjörnufræðingur þegar hún var lítil stúlka. „Ég hafði róm- antískar hugmyndir um að vera stjörnufræðingur og vildi eyða tíma mínum í að horfa í gegnum stjörnukíkinn á stjörnurnar. Það fór gífurlega í taugarnar á mér þegar fólk ruglaði saman stjörnu- spekinni og stjörnufræðinni því ég tók þetta svo alvarlega.“ Yrsa hefur ennþá áhuga á stjörnufræði sem útskýrir kannski nafngiftina á börnum hennar en son sinn skírði hún Mána og dóttur sína Kristínu Sól. Stolt af móður sinni Eftir stúdentspróf fylltist hún þó óvissu um framtíðina og þáði með þökkum ráðleggingar for- eldra sinna. „Ég leiddi hugann til að mynda að læknisfræði en for- eldrar mínir töldu mig hins vegar á að fara í verkfræði. Það var sér- staklega móðir mín sem réði mér heilt í þessum efnum, hún er fyrsti kvendoktor Íslands í stærðfræði og ég er ákaflega stolt af henni. Henni fannst ég þurfa að læra eitt- hvað sem ég gæti skilið. Verkfræðin byggist meira á því að maður skilji en því að læra utan að og ég hef auk þess aldrei verið iðin í námi, því valdi ég hana á endanum. Verk- fræði er skemmtileg, ég held að all- ir hefðu gott af því að læra hana,“ segir hún og skellir upp úr. Skrifar uppi í sófa og notar Excel Yrsa setur sig ekki í neinar stell- ingar þegar hún skrifar. Hún vakn- ar ekki snemma á morgnana og heldur til í snyrtilegri skrifstofu og skrifar eftir vandlega gerðum áætl- unum. Það er ekki hennar stíll. En þannig hefði blaðamaður get- að ímyndað sér að verkfræðingur skrifaði bækur og finnur sig knúinn til að spyrja. Nei, hún segist fremur kjósa að liggja uppi í sófa með fartölvuna og skrifa þegar laus stund gefst til þess. „Mér finnst gott að skrifa með fartölvuna í kjöltunni í sófanum. Það er mikið strit að skrifa skáld- sögu og oft er ég lengi að og þá er eins gott að reyna að hafa það eins gott og mögulegt er.“ Yrsa skipuleggur samt sögu- þráðinn í Excel-skjali og byrjar á því að finna sögu sinni upphaf og endi og að sjálfsögðu finnur hún upp á einhverjum svaðalegum hryllingi: „Yfirleitt ákveð ég hvern- ig upphafið og endirinn eigi að vera og svo byrja ég að skrifa. Til þess að hafa góða yfirsýn set ég at- burðarásina upp í Excel-töflu.“ Það er sem sagt þannig sem verkfræð- ingar skrifa skáldsögu; í Excel? „Jú, ætli það ekki,“ segir Yrsa og hlær. „Einhvern veginn verð ég að halda utan um lausa enda. Excel er ágætt til þess.“ Áður skrifaði hún uppi á Kára- hnjúkum þegar hún dvaldist fjarri fjölskyldunni. Nú starfar hún í bænum þannig að næðið er öllu minna. En eru afköstin þá síðri? „Nei, það eru þau ekki. Nú finn ég hins vegar meira fyrir því að með skrifunum fórna ég tíma með fjöl- skyldunni. Ég er mikil fjölskyldu- kona og þess vegna skrifa ég bara þegar mér gefst tími til og einbeiti mér þá enn frekar að skrifunum.“ Hryllingsamman Yrsa er gift æskuástinni sinni, Ól- afi Þór Þórhallssyni, og á með hon- um tvö börn. Ólafur og Yrsa hafa verið saman frá því að hún var 19 ára. Yrsu finnst best að vera með fjölskyldunni og nýtur þess að eiga rólegt líf. „Ég lifi hversdags- legu og hefðbundnu lífi og er eng- in ævintýrakona, mér finnst gott að hafa það náðugt með fjölskyld- unni heima við og fara í gönguferð- ir með hundana mína. Rólegt líf er gott líf.“ Þótt lífið heima við þyki Yrsu hversdagslegt finnst börnum hennar og barnabarni mikið til hennar koma og hafa öll gaman af því að láta hana hræða sig svo- lítið með ógurlegum sögum. Hún er stolt af því viðurnefni sem hún hefur fengið með skrifum sínum; Hryllingsamman! „Sem betur fer hafa öll börn- in mín áhuga fyrir hryllingssögum og vilja láta hræða sig svolítið. Og svo er ég svo heppin að eiga lítið ömmubarn. Sá litli fær mig oft til að brosa með athugasemdum sín- um þegar ég segi honum sögur. Hann sagði til dæmis um daginn baunagrind í staðinn fyrir beina- grind. Fjögurra ára börn eru svo frjó og yndisleg og ég nýt mín í ömmuhlutverkinu. Mér finnst það einstaklega gefandi. Það er öðru- vísi en móðurhlutverkið að því leyti að nú er ég rólegri, yfirvegaðri og þroskaðri og get því gefið mig alla í vináttuna. Vitanlega finnst mér svo viðurnefnið hryllingsamma ferlega töff!“ Þolir ekki lausa enda En hvað er það sem er svona heill- andi við hryllinginn? „Mér finnst svo gaman að lesa þannig bækur. Ég hef sérstaklega gaman af am- erískum reyfurum og ég ákvað fyr- ir nokkrum árum að prófa þetta form. Ég vil lesa afþreyingarbækur og ber virðingu fyrir því formi.“ Blaðamaður heldur að íslensk- um spennusagnahöfundum hafi oft verið legið á hálsi fyrir að geta ekki búið til pottþétta sögufléttu. Yrsa segist varla þola að lesa bæk- ur þar sem er mikið um lausa enda eða sögulok ganga ekki upp. „Hvort þessi gagnrýni er réttmæt eða ekki treysti ég mér ekki til að dæma um, ég les lítið eftir aðra íslenska höfunda. Ég forðast það af mörg- um ástæðum, ég óttast kannski að smitast af þeirra stílbragði eða að fara að bera mig saman við þá.“ Ertu Stella Blómkvist? Blaðamaður getur ekki látið það vera að spyrja Yrsu hvort hún sé nokkuð Stella Blómkvist en sögu- sagnir um það hafa verið lífseigar. „Ég hef heyrt þetta, en það er bara ekki rétt. Ég hef ekki einu sinni lesið Stellu Blómkvist, en ætti kannski að gera það. Þá vissi ég að minnsta kosti hvort ég ætti að vera glöð eða ferlega döpur yfir samlík- ingunni.“ kristjana@dv.is Ég hef heyrt þetta, en það er bara ekki rétt. Ég hef ekki einu sinni lesið Stellu Blómkvist, en ætti kannski að gera það. Þá vissi ég að minnsta kosti hvort ég ætti að vera glöð eða ferlega döpur yfir samlíkingunni. SEGIR BÖRNUNUM HRYLLINGSSÖGUR Yrsa er dugleg að hræða börn og barnabörn sín „Vitanlega finnst mér svo viðurnefnið hryllingsamma ferlega töff!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.