Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Side 50
50 TÆKNI UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Google OS á næsta ári Google OS eða Chrome OS-stýrikerfið eins og það er líka kallað átti að koma á markað fyrir þessi áramót en því hefur nú verið frestað fram á næsta ár. Stýrikerfið verður þó kynnt af hálfu Google nú í desember en tölvufram- leiðendurnir Acer og HP munu ekki setja far- og fistölvur á markað búnar stýrikerfinu fyrr en á næsta ári. Google OS, sem er ætlað fis- og smátölvum, er frábrugðið þeim stýrikerfum sem við þekkjum því Chrome-vafrinn gegnir þar lykilhlutverki í öllum aðgerðum og veflægur hugbúnaður kemur að mestu leyti í stað hefðbundinna forrita. Opera 11 í beta-útgáfu Þeir sem eru áhugasamir um að prófa tilraunaútgáfur hinna ýmsu vafra geta nú sótt nýjustu beta-útgáfu af Opera 11-vafranum sem kom í vikunni en meðal nýjunga er svokölluð flipastöflun (tab-stacking) sem gerir kleift að setja marga flipa saman í stafla. Þegar bendillinn er síðan færður yfir staflann sprettur fram gluggi sem sýnir allar þær vefsíður sem þar er að finna. Mozilla Firefox 4-vafrinn sem kemur á næsta ári er með svipaða útfærslu fyrir flipa og kallar viðmótið Firefox Panorama. Njótum aðventunnar saman 2 dálkar = 9,9 *10 Opið: má-fö. 12:30 -18:00, lau 11-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201 S: 517 7727 nora.is , facebook.com/noraisland opið laugardaga til jóla 11-16 Fyrir bústaðinn og heimilið Uppfæra neyðarkerfi Að meðaltali er á hverjum degi hringt um 500 þúsund sinnum í neyðarnúmerið 911 í Bandaríkj- unum. Ljóst er að fjöldi þeirra sem sendir textaskila- boð í númerið eykst með hverju ári. Þetta veldur stjórnvöldum áhyggjum þar sem nánast öll útibú neyðarlínunnar geta ekki tekið við slíkum boðum. Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) er nú að móta áætlun sem gerir ráð fyrir að þjónustan á landsvísu geti tekið við texta- og myndskilaboðum auk þess sem fjölmörg önnur kerfi geti sjálfkrafa sent inn boð í framtíðinni. Uppfærsla neyðarkerfisins þýðir jafnframt að ýmsir hópar fatlaðra geti nýtt sér kerfið. Nánast öll dagblöð í heiminum halda einnig úti fréttavef og sérstökum netútgáfum fyrir áskrifendur. Með tilkomu snertitölva hefur landslagið breyst að mati eins stærsta fjölmiðlaeiganda heims í dag. Stafræn dagblöð eru framtíðin og þurfa ekki endilega prentmiðil sem bakhjarl. Rupert Murdoch, fjölmiðlamógúllinn bandaríski, og Steve Jobs, aðalfram- kvæmdastjóri Apple-fyrirtækisins, eru í sameiningu að undirbúa út- gáfu nýs stafræns dagblaðs sem mun bera nafnið Daily. Samkvæmt fréttum nokkurra bandarískra fjölmiðla verð- ur tilkynning þessa efnis gefin út nú fyrir mánaðamótin en undirbúning- ur dagblaðsins hefur staðið yfir und- anfarna mánuði í New York og verið haldið leyndum. Nýja blaðið er hann- að sérstaklega fyrir snertitölvur eins og iPad-tölvuna frá Apple og er áætl- að að fyrsta tölublaðið líti dagsins ljós snemma á næsta ári. Breytt landslag Hinn 79 ára gamli Murdoch er sagður sannfærður um að eigendur snerti- tölva sé tilbúnir að greiða fyrir áskrift að „hágæða-fréttablaði“ í stafrænni útgáfu en samkvæmt spám nokkurra markaðsgreinenda er talið að um 40 milljónir iPad-tölva verði komn- ar í notkun meðal almennings í lok næsta árs. Murdoch telur að snerti- tölvur hafi verulega breytt landslag- inu á fréttamarkaðinum og í náinni framtíð muni nánast hvert heimili í Bandaríkjunum nálgast fréttir og upplýsingar með slíkum tölvum. Risastór markaður Fjölmiðlaveldi Murdochs, News Corp. á meðal annars dagblöð og sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjun- um, Bretlandi, Ástralíu og Asíu, til dæmis hin virtu blöð Wall Street Jo- urnal (Bandaríkin) og The Times og Sunday Times (Bretland). Netútgáf- ur þessara blaða hafa gengið mis- vel, The Times er einungis með um hundrað þúsund áskrifendur en Wall Street Journal fær tekjur frá um það bil tveimur milljónum netáskrifta. Í gegnum App Store Daily verður hins vegar ekki hægt að nálgast í hefðbundinni netút- gáfu heldur verður einungis hægt að sækja blaðið og gerast áskrifandi til að byrja með í gegnum App Store, vefverslun Apple fyrir iPhone, iPad og iPod. Í kjölfarið fylgi síðan And- roid Market fyrir snertitölvur sem keyra á Android-stýrikerfinu. Ef blaðið gengur vel og önnur blöð fylgja á eftir með svipaðar út- gáfur er ljóst að Apple gæti hagnast verulega með þessu samstarfi en í nokkurn tíma hefur þess verið vænst að iTunes-verslun fyrirtækisins hæfi áskriftarsölu á netútgáfum dagblaða. Sú leið hefur lagst misjafnlega vel í útgefendur með tilliti til þess hvernig Apple hefur þar náð að stjórna verði á tónlist. 100 blaðamenn Nýja blaðið hefur þegar ráðið til sín um hundrað reynda blaðamenn, marga þeirra vel þekkta innan blaða- heimsins vestanhafs. Það hefur vakið athygli að sumir þeirra tengjast einn- ig fréttaflutningi í sjónvarpi sem leið- ir líkur að því að Daily verði eins kon- ar samruni hefðbundins dagblaðs og fréttamyndskeiða. Samkvæmt heim- ildum mun vikuleg áskrift að hinu nýja blaði kosta 0,99 dollara eða um 114 krónur. Jobs og Murdoch undirbúa dagblað Steve Jobs Jobs er sagður vera mikill aðdáandi Murdochs og þess má vænta að þeir félagar stígi saman á svið fyrir lok mánaðarins til að kynna hið nýja fréttablað. Rupert Murdoch Fjölmiðlamógúll- inn er óhræddur við að reyna nýjar leiðir í blaðaútgáfu til að koma til móts við tækni nútímans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.