Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Síða 64
n Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra var heldur betur utan við sig í vinnunni á fimmtudag, ef marka má Facebook-síðu hennar, þar sem hún lýsti heldur vandræðalegri uppákomu fyrir ráðherra. „Þegar þrír tímar voru liðnir af vinnu- deginum með fundastússi og tilheyrandi var mér bent á það að ég væri í sitt- hvorum skónum. Stígvél í gerólík- um lit- um,“ skrifar Katrín á síð- una. Og hvað sagði Jónína? RÁÐHERRA UTAN VIÐ SIG Välj. Eða veldu eins og sagt er á íslensku. Nýtt samstarf SAS og Icelandair þýðir að núna áttu möguleika á að velja á milli miklu fleiri áfangastaða en áður. Við bjóðum nú uppá þann möguleika að bóka flug til Evrópu og lengra á frábæru verði á www.flysas.is flysas.is Ávallt með S AS Engin dulin g jöld - innritu n án endurg jalds - sætab ókun án end urgjalds Farangurshe imild án end urgjalds - Eu roBonus-pun ktar - 25% b arnaafsláttu r Bergen London París Frankfurt Peking Tokyo Bangkok Ósló Kaupmannahöfn Stokkhólmur Helsinki Gautaborg Stafangur Þrándheimur Berlín München Hamborg Varsjá Zürich Mílanó Vilníus n Sjarmatröllið Gillzenegger er þessa dagana í samráði við Stöð 2 að velja „eldri konur“ sem hann gæti hugsað sér að sænga með. Hugmyndin er sú að hann fái að setjast á rúmstokkinn hjá viðkom- andi og uppátækið verði myndað. Meðal þeirra kvenna sem kappinn tilgreindi er fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir sem nýlega varð fertug. Var erindið borið upp við hana. Lindu mun hafa brugðið nokkuð við að vera skilgreind sem „eldri kona“ og var hún snögg að af- þakka heim- sókn Gillz. Vísaði hún góðfús- lega á Jónínu Ben. GILLZ VILL ELDRI KONUR n Snorri Ásmundsson er sennilega eini listamaður landsins sem myndi opna listasýningu byggða á afrakstri heitapottssamræðna. Það gerir hann um helgina þegar hann opnar sýninguna Blow me (potti) – Bloody beauty, ókei? Í lýsingu Snorra á sýn- ingunni segir að hún sé hugsuð fyr- ir þroskaða einstaklinga sem hafa góðan smekk fyrir góðri list. Snorri heldur sýninguna ásamt Rakel McMahon en þau munu af- hjúpa afrakstur samræðna sinna í heita pottinum sem hófust í Fen- eyjum sumarið 2009. HEITAPOTTSUMRÆÐUR SNORRA DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 SÓLARUPPRÁS 10:31 SÓLSETUR 15:59 „Við sáum viðtal við mann í Banda- ríkjunum sem er upphafsmaður þessa hugtaks,“ segir Þórunn Jóns- dóttir, verkefnastjóri hjá sprotafyr- irtækinu FAFU. Hún segir að hann hafi upphaflega skrifað bók fyrir son sinn en síðan ákveðið að fyrir hvert selt eintak myndi hann gefa annað til góðgerðamála eða skóla. „Okkur fannst þetta svo sniðugt framtak að við ákváðum að taka það upp og gefa til Mæðrastyrksnefnd- ar. Ef þetta gengur vel er líklegt að við höldum áfram með þetta og hugsanlega veljum við annað góð- gerðafélag,“ segir Þórunn. Markmið verkefnisins sé fyrst og fremst að að auka velferð barna á Íslandi. Bókin sem um ræðir heitir Fafú- in: Heyrðu ég er með smá hugmynd og er skrifuð af Huldu Hreiðars- dóttur, framkvæmdastjóra FAFU, og Ingvari Barkarsyni sem einnig myndskreytti bókina. Það er fyrir- tækið sjálft sem gefur hana út. „Við erum að vísu ekki enn búin að láta Mæðrastyrksnefnd vita af þessu en höfum auglýst verkefnið á netinu og fengið mjög góð við- brögð. Fólk hefur verið mjög já- kvætt gagnvart þessu,“ segir Þór- unn að lokum. gunnhildur@dv.is Sprotafyrirtækið FAFU færir Mæðrastyrksnefnd bókagjöf: FRUMKVÖÐLAR GEFA BÆKUR Þórunn Jónsdóttir, verkefnastjóri „Ef þetta gengur vel höldum við áfram með þetta verkefni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.