Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 2
2 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Jónína hótaði Thelmu Thelma Ásdísar- dóttir, ráðgjafi fórnarlamba kyn- ferðisofbeldis, segist hafa fengið hótunarsímtal frá Jónínu Benedikts- dóttur, eiginkonu Gunnars Þorsteins- sonar í trúfélaginu Krossinum. Tilefni símtalsins var að Thelma hefur veitt sjö konum, sem saka Gunnar um kynferðisofbeldi, ráðgjöf. Thelma til- kynnti lögreglu um atvikið. „Í fyrsta lagi fannst mér það styðja þeirra frásögn hvað þær voru margar. Síðan kom annað til sem ég get ekki greint frá því þá væri ég að brjóta trúnað, og það getur hver lesið í það eins og hann vill, sem varð þess valdandi að ég trúði þeim,“ segir Thelma um upphaf málsins. Rannsaka kvótasvindl Þorsteinn Erlings- son, eigandi út- gerðarfyrirtækis- ins Saltvers, var stjórnarformaður Reykjaneshafnar á sama tíma og meint löndunars- vindl fyrirtækis- ins á að hafa viðgengist við höfnina. Heimildir DV herma að honum verði gert að greiða yfir 200 milljónir króna til Fiskistofu vegna meints svindls. Fyrrverandi starfsmaður Saltvers hef- ur sakað fyrirtækið um gróft löndun- arsvindl. Málið hefur verið til rann- sóknar hjá Fiskistofu undanfarna mánuði. Þorsteinn, sem er fyrrver- andi bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Sparisjóði Keflavíkur, hefur ekkert viljað tjá sig um málið við DV. Árangurslaust fjárnám Tollstjórinn í Reykjavík gerði árangurs- laust fjárnám hjá Jóni Ólafssyni, eiganda vatns- fyrirtækisins Ice- landic Glacial í Ölfusi, fyrr á árinu samkvæmt heim- ildum DV. Lánardrottnar Jóns, meðal annars Landsbankinn, munu þar af leiðandi getað óskað eftir því að bú Jóns verði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem hann á ekki eignir til að greiða útistandandi lán sín þar sem fjárnámið var árangurslaust. Fjár- námið er eitt af þeim atriðum sem skipta máli í dómsmáli sem Lands- bankinn hefur höfðað gegn Jóni vegna um 420 milljóna króna sjálf- skuldarábyrgðar sem hann gekkst í vegna láns til eignarhaldsfélags. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 V atnskóngurinn Jón Ólafs- son dvaldi í Hornvík í þrjá daga um miðjan júlí. Jón var þar í för ásamt fjölskyldu sinni og öðru fólki, meðal annars fjölskyldu frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jón dvelur í Hornvík norð- ur á Ströndum því hann dvaldi þar líka í fyrra. Það stóð víst til að Jón dveldi í Hornvík ásamt bandaríska leik- stjóranum Kevin Reynolds en ekk- ert varð af því þetta árið. Kevin þessi er hvað þekktastur fyrir að hafa leik- stýrt myndum á borð við Robin Hood: The Prince of Thieves og Wa- terworld. Kevin var á ferðalagi um Vestfirði fyrir tveimur árum og fór þá meðal annars til Hornvíkur. Hann fór afar fögrum orðum um Horn- strandir að því er fram kom á vef ís- firska fréttamiðilsins Bæjarins besta en lét ekki eins vel af bátsferðinni, enda ekki reyndur sjóhundur þó svo hann hafi séð um að leikstýra mynd- inni Waterworld sem gerðist mest öll á hafi úti. Lét ferja vatn til Hornvíkur Hópurinn gisti í tjöldum í Hornvík þetta árið en það þótti furðu sæta hjá heimamönnum þegar fréttist að Jón hefði látið ferja drykkjarvatn til Horn- víkur, þar sem í raun er nóg af því. Drykkjarvatn Jóns var að sjálfsögðu hans eigin framleiðsla sem nefnist Icelandic Glacial. Upphaflega vildi Jón fá að ferja heilt bretti af hálfs lítra vatnsflöskum með Icelandic Glacial til Hornvíkur en varð þó ekki að ósk sinni þar sem magnið var svo mikið. Hann fékk því einungis að ferja átta kippur af vatnsflöskum til Hornvíkur. Í för með hópnum var leiðsögu- maður. Fóru góðar sögur af Jóni sem göngumanni og kom það í raun á óvart hversu þróttmikill hann var og frár á fæti. Hann gekk um allt svæðið og skoðaði meðal annars hið marg- rómaða Hornbjarg. Athafnamaðurinn Jón Jón á hlut í vatnsfyrirtækinu Ice- landic Water Holdings ehf., sem framleiðir Icelandic Glacial drykkjarvatn. Fyrr á þessu ári greindi DV frá því að fyrirtækið væri yfir- veðsett en skömmu síðar birtist við- tal við Jón í tímaritinu Mannlífi. For- síðufyrirsögnin var á þá leið að Jón haldi „ískaldur“ á djúpið við endur- fjármögnun vatnsverksmiðju sinnar í Ölfusi. DV birti nú síðast frétt um Jón á miðvikudag þar sem greint var frá því að tollstjórinn í Reykjavík hafi gert árangurslaust fjárnám hjá Jóni Ólafssyni í maí á þessu ári. Fjárnámið var gert vegna tæp- lega 33 milljóna króna skuldar Jóns við tollstjóraembættið, að því er fram kemur í endurriti úr gerðarbók sýslumannsins í Reykjavík sem DV hefur undir höndum. n Vatnskóngurinn Jón Ólafsson lét ferja Icelandic Glacial til Hornvíkur n Dvaldi þar í þrjá daga ásamt fjölskyldu og vinum n Jón þótti vera mikill göngugarpur Jón vildi drekka sitt vatn í Hornvík Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is „Upphaflega vildi Jón fá mun meira vatn ferjað til Hornvíkur en varð þó ekki að ósk sinni. Icelandic Glacial Athafnamaðurinn Jón Ólafsson lét ferja sína eigin framleiðslu til Hornvíkur. Hornvík Jón dvaldist í Hornvík ásamt fjölskyldu sinni og kunningjum. www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfimina no3 - st. 36-41 verð kr. 2500.- Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 SKÓMARKAÐUR no2 - st. 41-46 verð kr. 6795.- no1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- TILBOÐ Þráinn Bertelsson: „Kvikmynda- gerð mun lifa“ „Þetta er embættismannakerfið í sinni ljótustu mynd og aðgerða- leysi Katrínar Jakobsdóttur sem fór í leyfi áður en málið var leyst. Það hefði átt að leysa þetta fyrir fimm mánuðum,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri- grænna, en hann hefur sagt að hann styðji ekki fjárlög ríkisstjórn- arinnar nema lausn verði fundin í málefnum Kvik- myndaskólans. Kvikmyndaskóli Íslands fær ekki aukið framlag frá mennta -og menningar- málaráðuneyt- inu þar sem skólinn hefur ekki sýnt fram á að hann geti upp- fyllt skilyrði reglugerðar um viður- kenningu einkaskóla á framhalds- skólastigi að því er rekstrarhæfi varðar. „Þetta er óskaplega dap- urlegt og ótrúlegt hvernig bæði embættismenn í menntamála- ráðuneytinu og stjórnmálamenn hafa fjandskapast í kvikmynda- gerð sem er sú listgrein sem veltir mestum fjármunum og skapar flest afleidd störf.“ Þráinn segist ekki óttast um ís- lenska kvikmyndagerð en segir að enginn skilningur sé á því að fólk þurfi að læra iðnina. „Kvikmynda- gerð mun lifa í þessu landi, sama hvað nátttröllin gera, en þetta gerir þeim það ekki auðveldara. Það er fullkomin skilningur á því að fólk þurfi að læra lögfræði en ekki kvikmyndagerð,“ segir Þrá- inn. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að það geti ekki mælt með auknum ríkisframlögum til Kvik- myndaskólans og Ríkisendurskoð- un geti það ekki heldur á meðan svo mikil óvissa ríki um rekstur skólans. Ráðuneytið bíður nú eftir upplýsingum um áform skólans um næstu skref og þá með hvaða hætti ráðuneytið getur komið að þeim skrefum með hagsmuni nemendanna að leiðarljósi. astasigrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.