Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Qupperneq 33
Viðtal | 33Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 og pabbi æfa bæði og bræð- ur mínir líka. Þau koma í tíma til mín en æfa ekki með mér reyndar nema elsti bróðir minn.“ Ástfangin í fjarsambandi Annie Mist er líka ástfangin. Sá heppni heitir Frederik Ægi- dius og er 24 ára Dani. Þau eru bæði með brennandi áhuga á CrossFit. „Við kynntumst í keppni. Hann býr í Danmörku. Hann æfir líka en aðalíþrótt- in hans er amerískur fótbolti.“ Hún segir það geta tekið á að vera í fjarsambandi. „Það er erfitt en við byrjuðum þann- ig í sambandinu og þekkjum í raun ekkert annað. Það er allt- af að verða erfiðara og erfiðara samt.“ Þau hafa verið saman síðan í desember. „Við eyðum sífellt meiri tíma saman og þá verður alltaf erfiðara að kveðja. Við hittumst allavega einu sinni í mánuði. Ég fer oft út að kenna á þjálfaranámskeið- um í Evrópu og þá reyni ég að nýta ferðina og heimsækja hann. Hann hefur líka komið nokkrum sinnum til Íslands. Svo kemur hann líka og fylgist með mér þegar ég hef verið að keppa,“ segir hún með ástarg- lampa í augum. Peningarnir skipta ekki máli Annie Mist segist ekki vera búin að ná toppnum þrátt fyr- ir að vera orðin heimsmeistari í íþróttinni. „Ég er ekki tilbúin til að hætta strax. Nú er mað- ur á toppnum en mér finnst ég samt ekki vera búin að ná alveg toppnum. Ég veit að ég get gert betur. Þegar ég til dæmis horfi yfir heimsmeistarakeppnina þá sé ég margt sem ég hefði get- að gert betur og á að geta verið betri í.“ Fyrir sigurinn í heims- meistarakeppninni hlaut hún háa peningaupphæð í verð- laun eða um þrjátíu milljónir króna. Stór hluti verðlaunafjár- ins fer þó í skatta. Hún gerir lít- ið úr peningunum og segir þá ekki skipta máli. Vill helst ekki ræða þá og segir að henni finn- ist umræðan um þá hafa verið of mikil. „Þeir skipta ekki máli. Ég er ekki að þessu fyrir pen- ingana heldur vegna þess að ég hef áhuga á þessu,“ segir hún einlæg. Beðin um eiginhandaráritun Talsverð athygli hefur fylgt sigr- inum og Annie segist enn vera að venjast því að vera þekkt andlit. Henni þykir þó vænt um þann stuðning sem henni hefur verið sýndur. „Fólk er að óska mér til hamingju og mér þykir mjög vænt um það. Það er gott að finna stuðning þjóðarinnar. Það er frábært og ég er ánægð með það hvað CrossFit hefur fengið mikla athygli. Ég hef svo gaman af þessu og veit að fleiri munu hafa það líka.“ Hún segir fólk stundum koma upp að sér og biðja um eiginhandaráritun og að fá mynd af sér með henni. „Það er mest um að fólk vilji fá að taka mynd af sér með manni sem er jákvætt bara. Ég hef líka fengið beiðnir um eiginhandar- áritun en það er meira um það í Bandaríkjunum. Ég er þekkt þar innan CrossFit-heimsins. Fólk þar biður mig um að skrifa á föt og boli.“ Hún hefur mikla trú á íþróttagreininni. „Þetta er vax- andi sport. Ég held að þetta verði sport aldarinnar.“ viktoria@dv.is Ástfangin í fjarbúð „Ég vil ekki að fólk haldi að ég sé að nota eitt- hvað ólög- legt þegar ég er ekki að því. „Ég fékk síðan beineyðingu í olnbogann og þurfti að hætta í fimleikum. Lætur læknisfræðina bíða Annie Mist lét læknanámið bíða til þess að geta einbeitt sér að frama innan CrossFit. Hún sér ekki eftir því enda orðin heims- meistari í íþróttinni og stefnir enn lengra. mynd eyþór Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.