Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað G unnar Ólafsson, fimm- tugur Reykvíkingur og for- maður víkingafélagsins Einherja, má ekki breyta nafni sínu í fornu orðmynd- ina Víkingr samkvæmt nýlegum úr- skurði mannanafnanefndar. For- maðurinn, sem er titlaður jarl vegna stöðu sinnar innan víkingafélagsins, er ekki sáttur við þessa niðurstöðu nefndarinnar og hyggst leita ann- arra leiða til að breyta nafni sínu. Orðið víkingr kemur víða fyr- ir í íslensku fornsögunum en sam- kvæmt fornu máli gat r staðið í enda orðs á eftir öðrum samhljóða. Síð- ar var stafnum u stungið inn á milli síðustu tveggja stafanna í orðinu. Gunnar er ekki par hrifinn af þessu u-i í orðinu sem hann telur með öllu óþarft. „Þetta u pirrar mig.“ Ástæðan fyrir því að Gunnar vill breyta nafninu sínu er sú að hann segist alltaf hafa verið víkingur í sér, alveg frá því hann var barn. „Ég er víkingur í mér; mér hefur alltaf liðið þannig.“ Gunnar hefur fengið útrás fyrir víkingaáhuga sinn með þátttöku í víkingafélaginu sem var stofnað árið 2008. Þar sem Gunn- ar er formaður félagsins er hann titlaður jarl innan þess. Meðlim- ir félagsins, sem eru 15 talsins um þessar mundir, hittast reglulega í gömlum bragga í Nauthólsvík. „Við erum að skylmast og segja sögur og svo erum við fengnir í alls konar uppákomur.“ Átti að heita Víkingur Þór Gunnar segir að hann hafi orðið furðu lostinn fyrir einum og hálf- um mánuði þegar móðir hans til- kynnti honum að hún hefði viljað nefna hann Víking Þór. Faðir hans vildi hins vegar að hann fengi nafnið Gunnar eftir afa hans. „Ég fékk sjokk og sagðist nú skilja af hverju ég hefði alltaf verið svona mikill víkingur í mér sem barn. Ég bjó í Bandaríkjun- um í tuttugu ár en ég skildi aldrei af hverju ég hafði alltaf þennan mikla víkingaáhuga. Mamma svaraði svo mörgum spurningum fyrir mér með því að segja mér að ég hefði átt að heita Víkingur Þór,“ segir hann. Í kjölfarið á þessari opinberun ákvað Gunnar að reyna að fá nafni sínu breytt í Víkingr. Orðið hefur hins vegar alltaf verið honum ofarlega í huga enda er víkingaáhugi hans mikill. Til að mynda hefur hann verið með einkanúmerið Víking í 15 ár. „Ég var þriðji í röðinni til að fá mér einka- númer hér á landi árið 1996. Bílnúm- erið mitt er Víking.“ Víkingr sagt brjóta í bága við nútímamál Í úrskurði mannanafnanefndar um nafnið Víkingr kemur fram að nafn- ið brjóti í bága við málkerfi nútíma- máls. „Hljóðskipan sú sem fram kemur í nafninu Víkingr brýtur í bága við málkerfi nútímamáls og lög um mannanöfn miðast við það málkerfi.“ Gunnar er þó ekki af baki dottinn því hann segist nú ætla að sækja um að fá að breyta nafninu sínu í Víking – hann vill ekki heita Víkingur út af u-inu í orðinu sem hann er svo lít- ið hrifinn af. Ef mannanafnanefnd samþykkir ekki það nafn er annar möguleiki, að flytja utan, til dæm- is til Noregs eða Bandaríkjanna, í skamman tíma og breyta nafninu þar úti og flytja svo aftur til Íslands í kjölfarið. Gunnar er því reiðubúinn að leggja ýmislegt á sig til að láta drauminn um nafnið Víkingr eða Víking rætast. n Gunnar Ólafsson er ósáttur við mannanafnanefnd n Segist vera víkingur í sér n Ætlar nú að sækja um nafnið Víking n Er formaður víkingafélagsins Einherja Má ekki heita Víkingr Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Í fullum herklæðum Gunnar sést hér í víkingaklæðnaði ásamt tveimur félögum sínum. Hann er formaður víkingafélagsins Einherja sem er hópur manna sem hittist í herklæðnaði til að skylmast, ganga berserksgang og segja sögur, í anda víkinga. Gunnar er í miðjunni, líkt og formanni sæmir. Víkingur í sér Gunnar segist vera víkingur í sér og að hann hafi átt að heita Víkingur Þór. Hann vill fá að breyta nafninu sínu í Víkingr en fær ekki. mynd SiGtryGGur ari „Ég er víkingur í mér; mér hefur alltaf liðið þannig. Skiptum lokið á félögum í eigu starfsmanna Icebank: Rúmlega tveggja milljarða gjaldþrot Búið er að ljúka skiptum á þremur gjaldþrota félögum sem voru í eigu starfsmanna Sparisjóðabanka Ís- lands, Icebank. Félögin þrjú voru notuð til að fjármagna hlutabréfa- kaup starfsmannanna á bréfum í Icebank árið 2007. Félögin heita HDH Invest, Saltsalan og Óseki. Stærstu skuldirnar voru inni í félaginu HDH Invest sem var í eigu Agnars Hanssonar, fyrrver- andi forstjóra Icebank. Lýstar kröf- ur í búið námu rúmum 1.400 millj- ónum króna. Engar eignir voru í búinu. Hin félögin tvö, Saltsalan, sem er í eigu Önnu Þórunnar Reynis sem var aðstoðarframkvæmda- stjóri viðskiptabankaþjónustu, og Óseki, sem er í eigu Ólafs Styrmis Ottóssonar sem var framkvæmda- stjóri erlendra viðskipta og stað- gengill bankastjóra. Kröfur í bú Saltsölunnar námu rúmum 500 milljónum króna og kröfurnar í bú Óseka námu rúmum 300 milljón- um króna. Engar eignir fundust í þessum tveimur búum. Líkt og DV greindi frá fyrr á árinu breyttu stjórnendur Ice- bank reglum bankans til þess að þeir gætu lánað starfsmönnum hans fjármuni til hlutabréfakaupa í honum árið 2007. ingi@dv.is Félag agnars stærst Skiptalokum er lokið í þremur eignarhaldsfélögum sem voru í eigu starfsmanna Icebank. Kröfur í bú Agnars Hanssonar forstjóra námu rúmum 1.400 milljónum króna. Saman á Menningarnótt Saman-hópurinn hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum og ung- lingum í bæinn á Menningarnótt og njóta dagskrárinnar saman. Hann bendir á að útivistartíminn er í fullu gildi á Menningarnótt og þrátt fyrir að sumartíminn geri ráð fyr- ir að börn 12 ára og yngri séu ekki úti eftir kl. 22 og unglingar yngri en 16 ára ekki úti eftir kl. 24 þurfi að taka mið af aðstæðum hverju sinni og foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum og ung- lingum. Allajafna safnast mikill fjöldi fólks í miðborg Reykjavíkur á Menn- ingarnótt. Því er mikilvægt að foreldr- ar hugi að því að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus í miðborginni. Síðasta ár var nokkur umfjöllun í fjöl- miðlum um ölvun í kjölfar dagskrár Menningarnætur og bágt ástand ölv- aðra unglinga sem fluttir voru í Mið- bæjarathvarf af lögreglu. Saman-hópurinn hvetur því for- eldra til að elska börnin sín óhikað og setja þeim skýr mörk á Menningar- nótt – sem og aðra daga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur undir orð hópsins og hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum og unglingum í bæinn á Menningarnótt og njóta dagskrár- innar saman. Samvera foreldra og unglinga er ein besta forvörnin. Emmy-tilnefning RÚV hefur verið tilnefnt til alþjóð- legra Emmy-verðlauna fyrir frétta- flutning af eldgosinu í Eyjafjalla- jökli í fyrravor. Tilnefningin er fyrir bestu fréttaumfjöllun, en auk RÚV eru Sky News, TV Globo í Brasi- líu og ABS-CBN á Filippseyjum til- nefnd til verðlaunanna í ár. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur miðill er tilnefndur fyrir fréttaumfjöllun. Tilkynnt verður um verðlaunin við hátíðlega athöfn í Lincoln Center í New York 26. september næstkom- andi. Alþjóðlegu Emmy-verðlaunin eru veitt árlega en aðild að sam- tökunum sem veita verðlaunin eiga fagmenn úr skemmtanaiðnaði og fréttaheiminum frá 50 löndum og 500 fyrirtækjum. Slösuð við Rauðhóla Hjálparsveitir skáta í Reykjavík og Kópavogi sóttu konu á fimmtudag sem var slösuð rétt við Rauðhóla. Ekki er vitað nákvæmlega um tildrög slyssins en konan var ein á gangi og var talið að hún væri ökklabrotin. Björgunarmenn báru hana sex til átta hundruð metra leið að björgun- arsveitarbíl sem flutti konuna á stað þar sem sjúkrabíll komst að. Konan mun hafa hringt sjálf eftir aðstoð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.