Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 46
46 | Lífsstíll 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Beikon og blóðberg í uppáhaldi Samkvæmt sjónvarpskokkn- um Tyler Florence notum við ekki nógu mikið af blóðbergi, öðru nafni timjan, í matargerð en kryddið er í sérstöku upp- áhaldi hjá stjörnukokknum. „Ef ég á að velja eitthvað sem ég get ómögulega verið án í eldhúsinu er það svínakjöt. Beikon gerir allt betra. Einnig er ólívuolían algjörlega ómiss- andi en í kryddinu er það ferskt blóðberg sem verður fyrir valinu. Sama hver árs- tíðin er. Stundum eru salvían og rósmarínið of kröftug krydd en að mínu mati er blóðbergið alltaf viðeigandi,“ sagði Flo- rene í spjalli hjá sjónvarps- þáttadrottningunni Opruh Winfrey. Unglinga- ólétta er smitandi Unglingsstúlkur eru líklegri til að verða ungar mæður ef eldri systir þeirra eignaðist barn á unglingsaldri. Þetta kem- ur fram í rannsókn vísinda- manna í Bretlandi og í Nor- egi á gögnum yfir 40 þúsund norskra stúlkna. Áhrif eldri systurinnar eru mest þegar systurnar eru á svipuðum aldri eða þær koma úr fátækum fjölskyldum. „Systur umgang- ast hvor aðra meira en þær umgangast vini og skólafélaga og eru því líklegar til að verða fyrir áhrifum hvor frá annarri,“ segir í fréttatilkynningu frá vísindamönnum sem stóðu að rannsókninni. Samkvæmt nið- urstöðunum jukust líkurnar á unglingaóléttu um 20 prósent ef stelpur áttu eldri systur sem varð ung mamma. Geta haft slæm áhrif Samkvæmt sérfræðingum við Cornell-háskólann og háskól- ann í Chicago hefur of náið samband hennar við vini hans slæm áhrif á ástarlíf hjóna. Sér í lagi ef karlmaðurinn er á aldrinum 57–68 ára. Ástæðan er ekki afbrýðisemi. „Karlmað- ur sem finnst sem hann hafa misst tengingu við besta vin- inn til eiginkonunnar upplifir það sem árás á karlmennsku sína,“ segir Edward Laum- ann, höfundur rannsóknar- innar, en samkvæmt honum eru karlmenn í þessari stöðu 92% líklegri til að þróa með sér risvandamál. Rannsóknin birtist í American Journal of Sociology. É g fékk bara nóg og ákvað einn daginn að hætta að vera svona feit,“ seg- ir Anna Lovísa Þorláks- dóttir, 21 árs Hafnar- fjarðarmær, sem hefur lést um 40 kíló á tveimur og hálfu ári. Anna Lovísa segist alltaf hafa verið feit. „Ég var feitur krakki og þótt ég hafi æft fótbolta í 14 ár var ég alltaf í yfirþyngd. Ég var með astma og var á pústi, með lélegt bak og hnén slöpp. Ég var í rauninni 17 ára gam- almenni,“ segir Anna Lovísa sem tók málin í eigin hendur. Hreinsaði til í mataræðinu, tók út brauð, pasta og nammi og var með einn nammidag. „Svo fór ég að mæta í ræktina og ár- angurinn lét ekki á sér standa. Á fyrstu 12 vikunum hafði ég náð af mér mér tíu kílóum. Ég sá að þetta var hægt en smám saman fór þetta að verða erfið- ara svo ég skráði mig í fjarþjálf- un og fór að lyfta lóðum. Þá fór þetta að vera meira alvöru hjá mér. Kílóin héldu áfram að hrynja af en ég fór líka að fá lín- ur og flottara líkamsform.“ Anna Lovísa segir að það hafi tekið langan tíma að sí- ast inn að hún væri ekki leng- ur feita vinkonan í hópnum. „Mér fannst ég enn þá feita- bolla. Eftir að hafa verið feit svona lengi og hafa brotið sjálfa mig svona mikið nið- ur er erfitt að snúa við. Í vor í fyrsta skiptið gerði ég mér loksins grein fyrir að ég væri ekki feit lengur,“ segir Anna Lovísa sem hafði prófað alla mögulega kúra. „Ég var búin að reyna allt. Nema að hætta að borða og gubba,“ segir hún og viðurkennir að hún vildi óska að hún hefði breytt lífs- stílnum fyrr svo hún hefði ekki upplifað unglingsárin í yfirþyngd. „Ég upplifi eftirsjá en það þýðir ekkert. Maður verður bara að vera sátt við að hafa þó byrjað á þessum degi. Ég vildi ekki vera 166 cm og 104 kíló í dag. Ég gerði þetta alveg upp á mitt einsdæmi og er ofboðalega stolt af sjálfri mér,“ segir hún en Lovísa er löngu laus við astmann auk þess sem hún finnur hvorki fyrir verkjum í hnjám eða baki lengur. Anna Lovísa ætlar að taka þátt í módelfitnessmóti sem haldið verður í nóvember. Að- spurð segist hún einfaldlega stefna á að taka þátt. „Ég stefni á að standa uppi á sviði sátt með minn árangur. Svo væri gaman að geta bætt sig á næstu mótum. Draumurinn er að taka þátt í Arnold Classic einn daginn. Það væri geðveikt.“ Aðspurð um ráð handa þeim sem langar að breyta lífsstíl sínum segir hún þol- n Hafði reynt alla mögulega kúra þegar hún ákvað að breyta um lífsstíl„Ég vildi ekki vera 166 cm og 104 kg í dag. Ég gerði þetta alveg upp á mitt einsdæmi og er ofboðalega stolt af sjálfri mér. Náði að losna við 40 kíló Desember 2009 Anna Lovísa hafði hér breytt um lífsstíl en var enn þá of þung. Á tveimur og hálfu ári náði hún af sér 40 kílóum. Þ að væri ofsögum sagt að segja að Vitabar sé fal- ið leyndarmál í miðbæ Reykjavíkur. Því er ein- faldlega ekki lengur að skipta, að minnsta kosti ef miðað er við röðina sem myndast á staðnum í hverju hádegi. Og af hverju myndast þessi röð? Svarið er einfalt: frábær matur á frábæru verði. Umhverfið á Vitabar er lát- laust og gamaldags. Þar er þjón- að til borðs og þar fá gestir rými og næði til að skoða blöðin og spjalla saman. Vitabar er þann- ig ekki „skyndibitastaður“, að minnsta kosti ekki í amerískum skilningi, en hann er ekki held- ur veitingastaður, að minnsta kosti ekki í frönskum skilningi. Vitabar myndi falla einhvers staðar mitt á milli, svolítið eins og amerískur „diner“ sem selur hefðbundinn kaloríuríkan mat í góðum skömmtum. Hægt er að panta sér hamborgara í ýmsum stærðum og gerðum, steik með frönskum, egg og beikon og þar fram eftir götunum. Svo er allt- af heitt á könnunni en kaffið er ókeypis fyrir þá sem snæða á staðnum – sem er snilld. En vindum okkur í það sem máli skiptir, matinn sjálfan. Hamborgararnir á Vitabar eru á heimsmælikvarða að mati undirritaðs. Þar ber helst að nefna flaggskipið sjálft, Gleym- mérei, hamborgara með hvít- lauk og gráðaosti sem klikkar aldrei. Verðið er einnig með eindæmum gott. Hamborgara- tilboð kostar litlar 850 krónur en þar er drykkur ekki talinn með (sumir eiga það nefnilega til að vilja öl, sem er ögn dýr- ara en kók). Steikarmáltíðin á sér einnig ófáa aðdáendur, sér- staklega þegar litið er til verðs- ins, 1.950 krónur. Grænmet- isætur eru eflaust velkomnar inn á Vitabar, en persónulega myndi ég ráðleggja þeim að fara annað. Niðurstaðan er sú, að það er alltaf gott að vera á Vitabar. „Það eru dópistar á Vitabar,“ sungu liðsmenn Retro Stefson um uppáhaldsveitingastaðinn sinn og ég held að ég viti hvers vegna. Það versta við staðinn núna er hversu erfitt það er að fá borð, sérstaklega í hádeg- inu um helgar – eftir átök gær- kvöldsins. Hvað dópið varðar þá hef ég heyrt mun meira af „sniff“ hljóðum frá salernum „fínni“ veitingahúsa. Á Vitab- ar er einfaldlega gott að vera. Staður til að njóta, þar sem enginn dæmir. Og allir fara sáttir heim. P.s. pantið piparsósu með frönskunum, það sér enginn eftir því! bjorn@dv.is Hamborgarar á heimsmælikvarða Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Heilbrigði inmæði mikilvæga. „Þetta er hægt. Byrjaðu í dag og þú sérð ekki eftir því eftir eitt ár. En þetta er ekki spurning um að vera í megrun heldur breyta um lífsstíl. Ég hefði aldrei trú- að því að ég væri á þessum stað en í dag lendi ég oft í því að fólk gengur fram hjá mér því það hreinlega þekkir mig ekki í út- liti. Mér finnst það alltaf jafn fyndið.“ Vitabar Hraði Matur Viðmót Umhverfi Verð Niðurstaða Í skyndi Björn Teitsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.