Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 30
i nnan við klukkutíma eftir að vin- ir Eyþórs Darra Róbertssonar kvöddu hann í fjölmennri minn- ingarathöfn á miðnætti aðfara- nótt átján ára afmælisdags hans barst hávært dekkjavæl frá háskaakstrin- um úti á Granda, nokkur hundruð metrum frá slysstaðnum. Þar voru götukappakstursmenn að leika sér. Talið er að Eyþór hafi dáið í götu- kappakstri, þegar hann var farþegi í BMW-bifreið sem stefnt var í kapp við aðra frá Sæbraut að slysstaðn- um á leiðinni að Granda. Slys eru hræðileg, en kappaksturinn og slys- ið eru ekki einangruð atvik, held- ur hluti akstursmenningar sem hef- ur viðgengist á svæðinu. Leiðin frá Sæbraut og út á Granda og þaðan á Hringbraut er algeng kappaksturs- leið stórs hóps ungra manna á sport- bílum. Bíladagar á Akureyri hafa verið hálfgerð árshátíð kappakstursfólks- ins. Dekkjavæl og vélardrunur fylla bæinn þegar farið er í kappakstur og spólað í kringum hringtorg, íbú- um til mikillar truflunar. Í Reykjavík hefur miðstöðin verið úti á Granda. Háskaakstur á sér stað nánast á hverju kvöldi á svæðinu. Dekkjavæl- ið heyrist í gamla Vesturbænum og vélarhljóð sportbíla berst frá helstu kappakstursleiðunum. Aðgerðir lög- reglunnar til að stöðva kappakstur- inn og háskaaksturinn hafa verið vanmáttugar. Dæmi er um að kapp- akstursmennirnir hafi tekið sig sam- an og aki bílum sínum í halarófu á eftir lögreglunni til að mótmæla sekt. Kappakstursmenning er ekki ný. Kvikmyndirnar Fast and the Furious ganga beinlínis út á kappakstur í borgum. Þessi menning teygir sig í mildaðri mynd niður í barnamynd- irnar Cars og Cars 2, sem nú er sýnd í bíó. Það er erfitt að hafa áhrif á jað- armenningu og áhættuhegðun ungs fólks. Engin leið er að koma alfarið í veg fyrir kappakstur. Hins vegar er auðvelt að haga skipulagi þannig að ekki séu lagðar brautir og plön fyrir kappakstur í borginni. Stór bílaplön, með litlum eða engum hindrunum, eru kjörsvæði fyrir ákveðna tækni í kappakstri sem kölluð hefur verið „drifting“. Þá eru vöruskemmuhverfi, eins og Grandinn hefur verið gerður að, kjörin fyrir kappakstur. Þar er lítil umferð á kvöldin og engin íbúabyggð þar sem ekið er. Spólakstur á Granda hefur í áraraðir verið í boði Krónunn- ar og Byko. Í lengri tíma voru engar hindranir á risastóru bílaplaninu, með þeim afleiðingum að ungir öku- menn byrjuðu að stunda kappakstur þar og í næsta nágrenni. Planið við Byko er ennþá einn vinsælasti kapp- akstursstaður landsins. Þaðan koma þeir, spóla í hringi á hringtorginu á mótum Mýrargötu og Ánanausta og spóla svo inn í nóttina. 30 | Umræða 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. kappakstur eftir banaslys Leiðari Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar: Bókstaflega 600 milljóna maðurinn n Flestum þótti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flytja fallega Hóla- ræðu. Þar lagði hann til rökræðu og nærgætni í um- ræðunni. Boð- skapur ræðunn- ar var hins vegar neikvæður í garð þjóðarinnar, að hún stýrð- ist af tortryggni, andúð, heift, rógburði og gremju. Það má telja skiljanlegt að Sigmundur eigi erfitt með að skilja tortryggni og gremju almennings, enda stafar hún af fjárhagserfiðleik- um af völdum efnahagshrunsins. Sjálfur er Sigmundur metinn á 600 milljónir króna, miðað við greiðslur hans vegna auðlegðarskatts. Björn Valur Gíslason, vinstrigrænn, segir frá því á blogginu sínu að eign Sig- mundar sé á pari við samanlagðan tekjuskatt gististaða- og veitinga- reksturs á Íslandi árið 2009. Sig- mundur er sáttur og vill að aðrir hætti að vera gramir. Ríkisstjórnin falli n Þeim fjölgar sem spá því að ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur muni falla. Tæpur meirihluti stjórnar- innar á þingi og fjöldi þing- manna sem sýnt hafa óbil- girni, eins og Jón Bjarnason og Þráinn Bertelsson, grefur undan trausti á henni. Meðal þeirra sem hafa gefist upp á stjórninni eru Jónas Kristjánsson bloggari, sem spáir henni meiri óvinsældum en ríkisstjórn Geirs Haarde. Von Jóhönnu n Léttir varð meðal stjórnarliða þegar ný könnun MMR sýndi að einungis 33 prósent þjóðarinn- ar treysta Bjarna Benediktssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og félögum í stjórnarandstöðunni til þess að stýra landinu. 42 prósent treysta úthrópuðu vinstristjórninni betur. Von ríkisstjórnar Jóhönnu Sig- urðardóttur er vantraust almennings á stjórnarandstöðunni. Góðverk Iceland Express n Fjölmargar slæmar reynslusögur hafa birst frá viðskiptavinum Ice- land Express. Hins vegar eru líka til fallegar sögur. Þegar Sævar Cie- sielski lést í Dan- mörku bauðst Iceland Express til þess að borga undir flutning á jarðneskum leifum hans til Íslands. Svo fór að Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra tók ákvörðun um að ríkið borgaði. Við svo búið bauð Iceland Express ættingjum og vinum Sæv- ars hvaðanæva að ókeypis flugfar til Íslands í jarðarförina og þáðu ein- hverjir þeirra það. Þetta góðverk hefur ekki farið hátt. Sandkorn S varthöfði hefur löngum haft brennandi löngun til að kryfja og skilja ýmsa af breyskleik- um mannsins. Hvað veld- ur því að maðurinn gerir oft hluti gegn betri vitund og breytir á þveröfugan hátt en hann ætti að gera miðað við það sem rökrétt er og skyn- samlegt? Eitt dæmi um þetts er nán- ast pervertísk aðdáun ýmissa manna á öllu því sem Davíð Oddsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, segir og ger- ir. Þetta eru mennirnir sem telja að Davíð hafi aldrei stigið feilspor á sín- um ferli, sé handhafi sannleikans og réttlætisins og sé einnig svo ótrúlega flinkur penni og húmoristi, svo snið- ugur í fimmaurabröndurunum sínum og spælingum í Mogganum. Þetta eru þeir sem kaupa Morgunblaðið nær eingöngu til að lesa leiðara- og stak- steinaskrif Davíðs og skella upp úr og slá sér á lær á morgnana yfir snið- uglegheitum ritstjórans. Þetta eru mennirnir sem haldnir eru Davíðs- blætinu; þeir sem eru slegnir skyn- semisblindu þegar kemur að Davíð og geta því ekki séð hann í réttu ljósi. Þetta blæti er dæmi um breyskleika því hin skýlausa aðdáun er þvert á all- ar staðreyndir. Þekktasti aðdáandi Davíðs er lík- lega Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. Svarthöfði dáðist til dæmis að hetjumyndum sem Hannes Hólm- steinn birti af sjálfum sér og Davíð á heimasíðu sinni en þar var prófessor- inn eins og lítill glaðbeittur skósveinn við fótskör meistara síns. Fleiri minni spámenn hafa í kjölfarið keppst við að birta myndir af sér og Davíð til að sýna að þeir séu menn með mönnum. Afleiðingar þessa Davíðsblætis eru hins vegar miklu alvarlegri en svo að eingöngu sé hægt að hlæja að þessu. Alls staðar sem Davíð er skilur hann eftir sig sviðna jörð: Hann stýrði Ís- landi í áttina að hruninu í forsætis- ráðherratíð sinni, átti sinn þátt í að leggja enn frekari grunn að fallinu í stjóratíð sinni í Seðlabankanum og þykist nú vera hæfur til þess að stýra umræðunni um þetta sama hrun og endurreisn íslensks samfélags úr rit- stjórastólnum sínum úr Hádegismó- um. Svarthöfða finnst eitthvað meira en lítið bogið við þetta miðað við það sem á undan er gengið. Ástæðan fyrir því að hann kemst upp með þetta er að svo margir eru haldnir þessu Dav- íðsblæti og sjá ekki í gegnum sögu- skýringar ritstjórans sem miða allar að því að gera sem minnst úr hans eigin ábyrgð og Sjálfstæðisflokksins á óförum Íslands. Þetta finnst Svarthöfa sorglegt þó hin barnslega aðdáun á Davíð sé vissulega brosleg. D víðsblætið „Hann langaði að spila með mér og það var vel þegið. Hann var bara fínn þarna en það er vonlaust að syngja þar sem er sígarettureykur.“ n Árni Johnsen þvertekur fyrir að hafa rekið tónlistarmanninn Helga val Ásgeirsson af sviðinu á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði um síðustu helgi. – DV „Þetta var bara alveg hræðilegt og um tíma mér leið svo illa að ég var farin að íhuga að enda þetta allt saman.“ n Katrín Aðalsteinsdóttir þjáist af sjúkdómnum HS sem lýsir sér í kýlamynd- un á líkamanum. – DV „Lífið er stutt, ekki koma þér eða öðrum í hættu að óþörfu. Það eina sem þú þarft að gera er að hægja á þér, fylgjast vel með öllu í kringum þig og vera alltaf í bílbelti, það bjarg- ar.“ n Jónína Bríet Jónsdóttir missti systur sína, guðrúnu jónsdóttur, í bílslysi en guðrún var aðeins átján ára þegar hún lést. – DV A ð morgni s.l. mánudags mættu tvær konur í viðtal á Rás 2. Annar spyrjandinn var Freyr Eyjólfsson (sá sem opinberaði núllstillingu íslenskunnar með pistli um bikarúrslitaleik. En pistilinn þann arna flutti Freyr að morgni dags á Rás 2 s.l. föstudag. Þar eru ambögurnar allsráðandi). En konurnar sem mættu þarna og ræddu við spyrla, komu út úr skápn- um sem talsmenn helmingaskipta. Þær töluðu um framkvæmdaleysi og skattahækkanir. Og þær vildu meina að allt hið illa væri núver- andi ríkisstjórn að kenna. Ambögur þeirra stallsystra verða ekki leiðrétt- ar í einum pistli. Þær sneiddu vísvit- andi hjá þeirri staðreynd, að helm- ingaskiptamenn, leyfðu þjófum að eyða sköttum sem við eigum eftir að borga. En þessi staðreynd virðist vera svo flókin, að bolurinn er ekki beint að fatta plottið. Kæru vinir, á meðan þjófafélag Framsóknar fékk hér öllu ráðið, var sakleysi ráðamanna á svo kristileg- um nótum, að fólkið í landinu mun á næstu áratugum þurfa að greiða sann- girnisbætur fyrir þá andlegu nauðgun sem þjóðin mátti þola. Við þurfum t.d. að greiða fyrir það, að S-hópurinn kom sér upp svikamyllu með aðstoð ráðherra Framsóknar. Við þurfum að borga sanngirnisbætur vegna millj- arðanna sem Finnur Ingólfsson hirti úr ríkissjóði. Við þurfum að greiða fyr- ir ríkidæmið sem Sigmundur Davíð Oddsson, formaður þjófafélags Fram- sóknar, þiggur úr föðurhúsum. Við þurfum að greiða sanngirnisbætur vegna þess að bankar og lífeyrissjóð- ir eru að afskrifa u.þ.b. 30 milljarða vegna gjaldþrots bensínsölu sem heit- ir N1. En sá sem þar stjórnaði lengi vel heitir Bjarni Benediktsson og er í dag formaður Sjálftökuflokksins. Hér þyk- ir við hæfi að vitna orðrétt í þennan forystumann stjórnarandstöðunnar: „Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega búin að glata niður trúverðugleika í efna- hagsmálum.“ Hann er hérna að tala um ríkisstjórn Jóhönnu; stjórnina sem er af veikum mætti að reyna að dreifa þeim sanngirnisbótum sem þjóðn- íðingar helmingaskiptaveldisins eru ábyrgir fyrir; eftir áratuga langa sið- ferðislega misnotkun á íslenskri þjóð. Þjóðkirkjan þaggaði niður í konum með því að borga fyrir mistök bisk- ups. Kirkjan greiðir með peningum sem koma úr vösum skattgreiðenda. Með sama hætti þarf íslenska ríkið að greiða sanngirnisbætur vegna þeirra níðingsverka sem unnin voru á með- an hið alræmda góðæri var og hét. Við lokum inni leyndarmál og látum okkur dreyma, já, þannig er sú þjóðarsál sem þráir helst að gleyma. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Sálrænar sanngirnisbætur Svarthöfði „Við þurfum að greiða fyrir ríki- dæmið sem Sigmundur Davíð Oddsson, formaður þjófafélags Framsóknar, þiggur úr föðurhúsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.