Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 28
28 | Erlent 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Syndaaflausn fyrir fóstureyðingar K onur, sem farið hafa í fóstur- eyðingar, munu eiga kost á því að fá fyrirgefningu „synda“ sinna á alþjóðlegum ung- mennadegi Kaþólsku kirkjunnar sem haldinn er nú í Madrid. Kaþ- ólska kirkjan lítur svo á að líf hefjist við getnað og því þykir fóstureyðing grafalvarleg synd og við henni gæti legið bannfæring. „Venjulega geta einungis ákveðn- ir prestar afnumið slíka bannfær- ingu en nú hefur biskupsdæmið á staðnum ákveðið að veita öllum prestum, sem taka við játningum á samkomunni, þetta vald,“ sagði Fre- derico Lombardi, talsmaður páfa. Yfir 200 hvítum skriftastólum hef- ur verið komið fyrir í Buen Retiro- garðinum í Madrid. Lombardi sagði það líklegt að í svona stórum hópi væru einhverjir sem glímdu við slík vandamál og því rökrétt að höfða til þeirra. Það var erkibiskupinn í Madrid sem átti frumkvæðið að þessu at- hæfi. Hann sannfærði Vatíkanið um að bjóða konum sem hefðu lát- ið eyða fóstri aðgang að „ávöxtum hinnar guðlegu dýrðar sem opnaði dyrnar að nýju lífi“. Togstreita ríkir á milli Kaþólsku kirkjunnar og ríkisstjórnar Zapateros á Spáni sem þykir fullfrjálslynd. Það á ekki síst við um fóstureyðingar sem eru mjög umdeildar á Spáni. Árið 2009 voru 112 þúsund fóstureyðing- ar gerðar og þá heimila ný lög fóstur- eyðingar fyrstu 14 vikur meðgöngu. Ljóst er að þetta er kostur sem marg- ar konur nýta sér. Þá þykja Spánverj- ar einnig umbyrðarlyndir gagnvart samkynhneigðum, miðað við önnur Evrópusambandslönd. Hundruð þúsunda ungmenna verða viðstödd ungmennadaginn. Dagskrá hófst á þriðjudaginn og lýk- ur á sunnudaginn en þá mun Bene- dict XVI. halda messu og er búist við miklum mótmælum þar. Skriftastólar 200 slíkum hefur verið komið fyrir í Madrid í tilefni ungmennadagsins. I ndverski mótmælandinn Anna Hazare hefur fengið leyfi frá stjórnvöldum á Indlandi til að fara í hungurverkafall í 15 daga. Hazare boðaði til hungurverk- falls til að mótmæla spillingu ind- verskra stjórnvalda en var hand- tekinn á þriðjudaginn, skömmu fyrir boðað hungurverkfall. Hon- um var veitt leyfi til að yfirgefa Tih- ar-fangelsið í Nýju-Deli innan við hálfum sólarhring eftir að hann var handtekinn en neitaði að fara eitt né neitt nema farið yrði að kröfum hans. Bauð lögreglan honum því 15 daga hungurverkfall og féllst hann á það tilboð. Mótmælavaka var hald- in fyrir utan Tihar-fangelsið þar sem fólk söng, spilaði á gítar og veif- aði indverska fánanum. Stuðnings- menn fögnuðu honum þegar til- kynnt var um samkomulagið. „Við stöndum með þér, Anna,“ hrópuðu stuðningsmennirnir. Hungurverkfall í annað sinn Þetta verður í annað sinn á árinu sem Hazare fer í hungurverk- fall. Hann fór í hungurverkfall í apríl þar sem hann krafðist frum- varps um að stofnað yrði embætti umboðsmanns borgaranna. Um- boðsmaðurinn hefði það hlutverk að hafa eftirlit með stjórnmála- mönnum og rannsaka meint brot allra ráðamanna, æðstu dómara landsins, þingmanna og forsætis- ráðherra. Hungurverkfallið skilaði þeim árangri að stjórnvöld hófu vinnslu slíks frumvarps og að lok- um innihélt frumvarpið 34 af þeim 40 grundvallaratriðum sem Haz- are lagði fram. Hazare og stuðn- ingsmenn hans höfnuðu hins veg- ar frumvarpinu og sögðu það ekki ganga nógu langt. Frumvarpið næði einungis til 0,5 prósenta embættis- manna og segir Hazare stjórnina treysta á að engin sjái muninn á því og tillögum hans, þar sem helming- ur landsmanna sé ólæs og stærstur hluti hins helmingsins lítið mennt- aður. Mótmæli þrátt fyrir rótgróna svartsýni Mikil mótmæli spruttu upp í kjölfar handtökunnar á Hazare á þriðju- daginn. Tugþúsundir mótmæltu á götum Nýju-Deli, milljónir víða um landið og þá hafa mótmæla- vökur verið haldnar. Á þriðjudaginn voru um 2.500 mótmælendur hand- teknir og hefur aðgerðum stjórn- valda meðal annars verið líkt við aðgerðir bresku nýlendustjórnar- innar þegar sjálfstæðisbarátta Ind- verja átti sér stað. Fáir bjuggust við að barátta Hazare myndi vekja svo mikla athygli en barátta hans hefur hins vegar komið við kaunin á ind- versku samfélagi. Spilling þykir mik- il og eru margir á þeirri skoðun að lítið hafi breyst í hálfa öld. Mótmæl- in eru líka óvenjuleg þar sem ung- menni heyra ósjaldan frá eldri kyn- slóðinni setningar á borð við „ekkert mun nokkurn tímann breytast“ eða „almenningi er ætlað að þjást“. „Tími til að fylla fangelsin“ Það er ekki einungis kvartað yfir skorti á efnahagslegum og lagaleg- um umbótum í landinu heldur líka slæmri grunnþjónustu. Heilbrigðis- kerfið þykir til dæmis mjög slæmt og eru dæmi um að fólk þurfi að borga mútur til að fá almennilega þjón- ustu. Þá þykir lögreglan taka full harkalega á mótmælendum þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst yfir sam- úð með málstað þeirra. Hazare hefur nú kallað eftir „seinni frelsisbaráttu“ Indverja. „Þetta er barátta fyrir breytingum. Það er ekkert frelsi, ekkert lýðræði í raun, ekkert alvöru lýðveldi, eng- in stjórn fólksins, nema breytingar verði gerðar. Mótmælin ættu ekki að hætta. Nú er tími til að fylla fangels- in í landinu,“ sagði Hazare í ávarpi sem birt var á Youtube eftir að hann var handtekinn. Stjórnmálaskýr- endur segja þó mjög ólíklegt að ríkisstjórnin falli í kjölfar mótmæla enda er stjórnarandstaðan í landinu mjög veik. Fær 15 daga í hungurverkfall n Mótmælandi samdi við lögreglu um hungurverkfall n Vill eftirlits- mann með forsætisráðherra n Óvenjumikil mótmæli hjá Indverjum Björn Reynir Halldórsson bjornreynir@dv.is Indland „Þetta er barátta fyrir breytingum. Það er ekkert frelsi, ekk- ert lýðræði í raun, ekkert alvöru lýðveldi. Veifað til mótmælenda Anna Hazare veifar hér til stuðningsmanna. n Kaþólska kirkjan heldur alþjóðlegan ungmennadag Sýrland: Hætta að ráðast á mót- mælendur Bashar Al-Assad, forseti Sýrlands, tilkynnti Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að hernað- araðgerðum gagnvart mótmæl- endum hefði verið hætt. Það gerði hann eftir að Ban Ki-Moon krafð- ist þess á símafundi daginn áður. Yfir tvö þúsund manns hafa fallið í átökum í Sýrlandi og segja aðger- ðasinnar að síðasta miðvikudag hafi 20 manns verið drepnir. Nú síðast réðst herinn inn í hafnar- borgina Latakiu við Miðjarðarhaf. Herinn var í borginni í fjóra daga og voru meðal annars um fimm þúsund palestínskir flóttamenn hraktir úr búðum sínum. Þrýstingur alþjóðasamfélags- ins hefur farið vaxandi að undan- förnu. Mannréttindaráð Sam- einuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfundar næsta mánudag í kjölfar beiðni allra aðildarþjóða þar sem ástandið í Sýrlandi verður rætt. Þá hefur al-Assad misst allan stuðning nágrannaríkja. Sádi-Ar- abía, Bahrein, Túnis og Katar hafa öll dregið sendiherra sína frá Sýr- landi. Þá gáfu Tyrkir út viðvörun og sögðust hafa sagt sitt síðasta orð um ástandið í Sýrlandi. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar lista yfir 50 embættismenn stjórn- arinnar sem íhugað er að sækja til saka fyrir Alþjóða stríðsglæpa- dómstólnum í Haag. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru embætt- ismennirnir sakaðir um pyntingar, fjöldaaftökur og misþyrmingar á börnum. „Börn hafa ekki einung- is verið skotmörk öryggissveita, heldur líka fórnarlömb sömu mannréttindabrota, þar á meðal pyntinga, og fullorðnir,“ stendur í skýrslunni. Þá segir skýrslan einn- ig frá því að særðir mótmælendur hafi verið drepnir á sjúkrahúsum, til dæmis hafi sumir verið læstir inni í hólfum í líkgeymslu. Barack Obama kallaði eftir því í gær, fimmtudag, að al-Assad léti af völdum sem forseti Sýrlands. Obama sagði að dráp á lýðræðis- sinnuðum mótmælendum hefðu kostað stjórn al-Assad lögmæti sitt. „Fólkið í Sýrlandi verður að ákveða framtíð sína. Al-Assad stendur hins vegar í vegi fyrir því. Fyrirheit um samræður og endur- bætur eru orðin tóm á meðan hann fangelsar, pyntar og drep- ur eigið fólk,“ sagði Obama. Fleiri leiðtogar fylgdu fordæmi Obama. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem krafist var að al-Assad viki. Einnig hefur Evrópusambandið krafist hins sama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.