Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 50
R agnheiður Ösp Sigurð- ardóttir vöruhönnuð- ur safnaði blýöntum, strokleðrum og ým- iss konar smáhlutum af miklum móð þegar hún var lítil. Hún lagði ást við þessa litlu hluti og suma þeirra á hún enn þann dag í dag. Hún seg- ist alltaf hafa verið haldin söfn- unaráráttu og eftir því sem hún varð eldri þróaðist áráttan í að starfa við að búa til einstaka hluti. Hönnun Ragnheiðar hefur fengið mjög jákvæðar viðtök- ur. Hún selur púðana Knotnot og kollana Bentey í Epal. Púð- arnir eru í formi hnúta í mjúkri yfirstærð og það er skemmtileg saga á bak við það hvernig þeir urðu til. „Hnútarnir eru undir áhrifum frá veru minni í Skáta- hreyfingunni. Ég hef alltaf ver- ið hugfangin af hnútum síðan ég lærði að hnýta hnúta í skát- unum. Mér fannst skemmti- legt að hnýta þá. Við undir- búning þá skoðaði ég alls kyns hnúta og mig langaði til þess að leika mér með þá andstæðu að hnútar eiga að vera sterk- ir og traustir og púðar eiga að vera mjúkir og eftirgefanlegir. Að sjálfsögðu urðu þeir að vera fallegir líka.“ Hark og mikil vinna Ragnheiður Ösp útskrifað- ist úr Listaháskóla Íslands árið 2008 og fór svo út í fram- haldsnám. Hún er tiltölu- lega nýkomin heim en hefur þrátt fyrir það tekist að koma ár sinni vel fyrir borð. Hún segist vera ötul við að skapa eigin tækifæri. „Mér hefur gengið ágætlega síðan ég út- skrifaðist, þetta er auðvitað líka hark og mikil vinna. Fyrst og fremst þarf maður að vera duglegur í sköpunarferlinu og koma hlutunum frá sér í framleiðslu.“ Hugfangin af leik Ragnheiður er hugfangin af leik og segist nota leik mik- ið í sköpunarferlinu. Marg- ar vörur hennar mætti kalla krúttlegar og í svokölluðum japönskum stíl sem leggur mikla áherslu á persónusköp- un. Henni er þó sköpunar- ferlið ekki alltaf ljúfur leikur. „Ég er haldin fullkomnunar- áráttu og það fylgir því ákveð- in sjálfsgagnrýni að skapa svo maður er alltaf svolítið harður við sjálfan sig. En maður leyf- ir ekki sjálfsgagnrýni að taka úr leikinn sem fylgir því að skapa.“ Hönnun Ragnheiðar má skoða á heimasíðu hennar: umemi.com. kristjana@dv.is 50 | Lífsstíll 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað 1. Haltu dagbók Besta leiðin til þess að vera full- viss um að hlaupaþjálfun þín gangi vel er að halda skrá yfir árangurinn. Haltu dagbók yfir hlaupin til þess að sjá hvernig gengur, það kemur fljótt í ljós að það eitt að skrá árangurinn hefur þau áhrif að þér gengur betur. Dagbókin getur verið í hvaða formi sem er, nokkr- ar athugasemdir á töflu inni í eldhúsi eða nákvæm skrá yfir leiðir. Ekki gleyma að skrifa stórum stöfum hvernig þér leið eftir hlaupið. 2. Fáðu þér súkkulaði Gott, dökkt súkkulaði er heilsubót og ef slen og þreyta tefur þig frá hlaupum er ekk- ert sem mælir því mót að fá sér súkkulaðimola áður en þú ferð út að hlaupa. Ekki er molinn fitandi, hann er örv- andi, og rannsóknir leiða í ljós að súkkulaði reynist þeim sem þjást af síþreytu ágæt- is bót. Efnið sem hefur þessi jákvæðu áhrif á móti sleninu kallast plythenol, andoxunar- efni sem er líka í berjum, mel- ónum og ólífuolíu. 3. Farðu í greiningu Ef þú vilt forðast álagsmeiðsli skaltu fara í hlaupagreiningu. Í slíkri greiningu kemur í ljós hvort þú þarft innan- eða ut- anstyrkta hlaupaskó, margir komast að því að þeir hlaupa í of litlum skóm, hlaupa ekki nægilega mikið á táberginu og svo framvegis. 4. Notaðu tæknina Vertu sem mest á hreyfingu og notaðu allt sem þér dettur í hug að geti hjálpað þér við hlaupin, púlsmæli, hugbúnað í farsíma, blikkandi höfuðfat! Bara hvað sem er sem gerir það að verk- um að þú heldur þig við efnið. Hin virta heilsustofnun Mayo Clinic hannaði græjuna Gruve sem fylgist með þér daglega og lætur í sér heyra ef þú situr kyrr of lengi. Græjan kostar 200 doll- ara og fæst á gruve.com. 5. Ekkert hælsæri Þú færð hælsæri ef skórnir eru of litlir eða ef snið þeirra hentar þér illa. Það er líka alveg bann- að að fara berfættur í hlaupas- kóna eða í sokkum úr gerviefn- um sem brenna húðina. Fáðu þér almennilega hlaupasokka og þú færð ekki hælsæri. 5 hlauparáð sem virka n Langar þig til að verða góður hlaupari? Hvern hefði grunað að súkkulaði hjálpaði? Gott súkkulaði er örvandi og rekur slenið burt. Vinurinn skemmir fyrir Samkvæmt sérfræðingum við Cornell-háskólann og háskól- ann í Chicago hefur of náið samband hennar við vini hans slæm áhrif á ástarlíf hjóna. Sér í lagi ef karlmaðurinn er á aldrinum 57–68 ára. Ástæðan er ekki afbrýðisemi. „Karlmað- ur sem finnst sem hann hafa misst tengingu við besta vin- inn til eiginkonunnar upplifir það sem árás á karlmennsku sína,“ segir Edward Laum- ann, höfundur rannsóknar- innar, en samkvæmt honum eru karlmenn í þessari stöðu 92% líklegri til að þróa með sér risvandamál. Rannsóknin birtist í American Journal of Sociology. Hættulegra fyrir konur að reykja Konur sem reykja eru líklegri til að fá hjartaáfall en karl- menn samkvæmt nýrri rann- sókn sem gerð var á 30 ára tímabili. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar ógnvekjandi sér í lagi þar sem konur reykja vanalega færri sígarettur en karlmenn. Samkvæmt Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni látast flestir vegna hjartasjúk- dóma. Þar kemur einnig fram að hjartasjúkdómar eru mest- megnis tilkomnir vegna óheil- brigðs lífsstíls. Hingað til hefur verið talið að reykingar auki líkur á hjartaáfalli um helm- ing en samkvæmt nýju rann- sókninni eru konur sem reykja í 25% meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma en karlmenn sem reykja. Bakstur án eggja og mjólkur Sá hópur sem þarf að huga sérstaklega að mataræði sínu fer sífellt stækk- andi og eru fyrir því margar ástæður. Margir þurfa til að mynda að forðast egg, mjólk, sykur eða hveiti. Hér fylgir uppskrift þar sem þessu innihaldi er sleppt og annað notað í staðinn. Kókosmjólkin gefur góða mýkt í þessa toppa og súkkulaðimúslíið er auðvi- tað afar bragðgott. Múslítoppar án eggja og mjólkur 3 1/2 dl hveiti 2 1/2 dl súkkulaðimúslí 1 tsk. salt 2 dl kókosmjöl 1 tsk. vanilludropar 1 dl olía 1 dl kókosmjólk 1 dl agave síróp Hitið ofninn í 180 gráður. Hrærið allt vel saman, setjið deigið með skeið á bökunarpappír á plötu og bakið í 12 mínútur. Heldur í leikgleðina n Ragnheiður Ösp vöruhönnuður er haldin söfnunar- og fullkomnunaráráttu Púki og lamb Þessir skemmtilegu smáhlutir eru væntanlegir úr framleiðslu. Sjá meira á umemi.com. Bentey-kollurinn Þessi kollur fæst í Epal. Upphaflega var hann verkefni í Listaháskólanum. Þá var nemendum sett fyrir að umbreyta húsgögnum úr Ikea. Ragnheiður ákvað að bora göt í koll og sauma út í hann. Sugarfarm Þessar sætu og krútt- legu fígúrur heilla Ragnheiði. Knotnot-púði Fallegir mjúkir hnútar í yfirstærð. Ragnheiður á vinnustofu sinni „Mér hefur gengið ágætlega síðan ég útskrifaðist, þetta er auðvitað líka hark og mikil vinna. Fyrst og fremst þarf maður að vera duglegur í sköpunarferlinu og koma hlutunum frá sér í framleiðslu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.