Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 3. október 2011, kl. 17.00. Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2012, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru: 1. launasjóður hönnuða 2. launasjóður myndlistarmanna 3. launasjóður rithöfunda 4. launasjóður sviðslistafólk 5. launasjóður tónlistarflytjenda 6. launasjóður tónskálda Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki. Sækja skal um listamannalaun á vef Stjórnarráðsins, vefslóðin er: http://umsokn.stjr.is umsóknarfrestur er til kl. 17.00, mánudaginn 3. október 2011. Rafrænt umsóknareyðublað fyrir listamannalaun verður aðgengilegt innan tveggja vikna. Fylgigögn með umsókn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast skrifstofu stjórnar listamannalauna, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík, fyrir kl. 17.00, mánudaginn 3. október 2011, sé um póstsendingu að ræða gildir dagsetning póststimpils. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Einungis er unnt að sækja um starfslaun fyrir sama verkefni í einn sjóð. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 57/2009 er stjórn listamannalauna heimilt að færa umsóknir á milli sjóða. Slíkt verður gert í samráði við umsækjanda. Lög um listamannalaun og reglugerð er að finna á heimasíðu stjórnar listamannalauna: www.listamannalaun.is Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni í síma 562 6388. Stjórn listamannalauna 18. ágúst 2011. Starfslaun listamanna Skrifstofa Stjórnar listamannalauna, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík S. 562 6388, listamannalaun@listamannalaun.is, www.listamannalaun.is E f Hagsmunasamtök heimil- anna hafa rétt fyrir sér um að óheimilt hafi verið að upp- reikna verðbætur á höfuð- stól lána er ljóst að þúsund- ir eða tugþúsundir Íslendinga eiga inni gríðarlegar leiðréttingar lána af hálfu fjármálastofnana. Í fjölmörg- um tilfellum munar tugum milljóna á eftirstöðvum lána, eftir því hvort greiðslurnar eru verðbættar eða höf- uðstóllinn. Á dæmigerðu húsnæðis- láni, sem tekið var fyrir hrun, munar 10 milljónum á höfuðstólnum, eftir því hvor reikniaðferðin er notuð. Megi ekki verðtryggja höfuð- stólinn Hagsmunasamtök heimilanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að verð- bætur sem lagðar séu við höfuð- stól láns, eins og gert er við öll hefð- bundin verðtryggð lán á Íslandi, eigi sér ekki lagastoð. Samtökin sendu á dögunum umboðsmanni Alþing- is kvörtun. Hann sendi í kjölfarið Seðlabanka Íslands bréf þar sem far- ið er fram á að hann útskýri hvaða lagastoð sé fyrir reglum bankans. Þær kveða á um að höfuðstóll láns skuli breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, með öðrum orðum að verðtryggja megi höfuðstólinn. Um- boðsmaður Alþingis hefur bent á að ákvarðanir stjórnvalda verði að eiga sér lagastoð. Hagsmunasamtökin segja að lög um vexti og verðtrygg- ingu kveði á um að greiðslurnar skuli verðtryggðar, ekki höfuðstóllinn. Ætla að svara á réttum tíma Þær upplýsingar fengust hjá Seðla- banka Íslands í gær, fimmtudag, að bankinn vilji síður taka þátt í efnis- legri umræðu um málið á meðan unnið er að svari við erindi umboðs- manns Alþingis. Eðlilegt sé að svara fyrirspyrjanda fyrst. Seðlabankinn stefnir að því að svara erindinu inn- an þeirra tímamarka sem beðið hafi verið um en umboðsmaður Alþingis óskaði eftir svörum fyrir 26. ágúst. Fjölmargir með yfirveðsettar eignir Þeir sem eru með verðtryggð lán hafa ekki farið varhluta af þeirri verð- bólgu sem blossaði upp eftir efna- hagshrunið. Höfuðstóllinn hækkaði hratt og hátt hlutfall húsnæðiseig- enda lenti í neikvæðri eiginfjárstöðu og skuldaði meira en hægt var að fá fyrir eignina. Þannig er það enn í dag en bankarnir hafa boðið upp á ýmsar leiðir til að leiðrétta yfirveð- setningu upp að vissu marki. Þar má nefna skuldaniðurfærslu niður í 110 prósent af markaðsvirði eignarinnar. Ljóst er að ef verðtrygging höfuðstóls reynist ólögleg gætu fjármálastofn- anir hafa ofrukkað mikinn fjölda fólks um margar milljónir króna. Sláandi munur DV fékk Nordik Finance, ráðgjafar- fyrirtæki á sviði fjármála, til að reikna út og bera saman hvernig höfuðstóll 20 milljóna króna fasteignaláns, sem tekið var í ársbyrjun 2005, stæði nú eftir því hvort höfuðstóllinn hefur verið verðtryggður eða greiðslurnar, eins og Hagsmunasamtök heimil- anna segja að eigi að gera. Munur- inn er sláandi. Miðað er við að lánið beri 4,15 prósent vexti og sé til 25 ára. Eftirstöðvar í dag, af þessu ímynd- aða láni, væru 26,2 milljónir króna miðað við þær reiknireglur sem gilt hafa. Ef einungis greiðslurnar hefðu verið verðbættar væru eftirstöðv- arnar um 16,5 milljónir króna. Lán- ið væri með öðrum orðum 58,8 pró- sentum lægra og myndi lækka um nærri 10 milljónir króna. Því eldra sem lánið er, því meiri er munurinn. Í stað þess að lánið hefði hækkað um þrjár milljónir frá lántöku, myndi það hafa lækkað um þrjár og hálfa milljón. Ef marka má þetta er ljóst að staða þeirra sem tóku verðtryggð lán myndi gerbreytast, ef niðurstað- an yrði sú að ólögmætt hafi verið að verðtryggja höfuðstól. Áhersla á afnám verðtrygg- ingar Þó er erfitt að leggja mat á áhrif og umfang málsins ef Hagsmunasam- tök heimilanna hafa erindi sem erf- iði. Að því er fram hefur komið í frétt- um hafa samtökin ekki reiknað út hversu mikið hefur verið ofrukkað, miðað við að ólögmætt sé að reikna verðbætur á höfuðstólinn, enda yrðu slíkir útreikningar ákaflega flókn- ir. Samtökin krefjast þess fyrst og fremst að verðtryggingin verði af- numin, eins og Andrea J. Ólafsdótt- ir, formaður samtakanna, hefur sagt. Skuldarar ofrukkaðir um margar milljónir n Hagsmunasamtök heimilanna segja ólöglegt að verðtryggja höfuðstól lána n Segja bara heimilt að verðtryggja greiðslur n Tíu milljónum munar á eftirstöðvum 20 milljóna láns frá 2005„ Í stað þess að lánið hefði hækk- að um þrjár milljónir frá lántöku, myndi það hafa lækkað um þrjár og hálfa milljón. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Svarar fyrirspurninni Umboðsmaður Alþingis hefur krafið Seðlabank- ann um svör. Gríðarlegur munur Ljóst er að ef rétt reynist hafa þúsundir eða tugþúsundir skuldara átt inni miklar leiðréttingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.