Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Síða 47
V ið vissum að hér vild- um við vera til fram- búðar og því varð tímalaust og opið eld- hús fyrir valinu,“ seg- ir Berglind Berndsen innan- hússarkitekt en Berglind býr ásamt fjölskyldu sinni í rað- húsi á Seltjarnarnesi. Berg- lind hannaði að sjálfsögðu eld- húsið sitt sjálf og gekk út frá að hafa það hlýlegt og bjart. „Þetta var dimmt og lokað rými en við fórum í heilmiklar breytingar og stækkuðum eldhúsið með því að brjóta vegg yfir í borð- stofuna. Með breyttum við- horfum þar sem allir fjölskyldu- meðlimir eru  farnir að taka virkan þátt  í  eldhúsinu  fannst mér mjög mikilvægt að  rýmið yrði  að vera stórt og rúmgott,“ segir Berglind og bætir við að eldhúsið sé hjarta heimilisins og samverustaður fjölskyldunn- ar. „Við vildum vera með gamal- dags eldhúsbekk í staðinn fyr- ir hefðbundna stóla og er þessi bekkur afar vinsæll. Það fyrsta sem allir gera þegar þeir koma inn er að setjast á þennan bekk,“ segir hún brosandi og bætir við að hún sé alsæl með útkomuna. Aðspurð segir Berglind mik- ilvægt að taka gott skápapláss inn í reikninginn þegar ný eld- hús séu valin. „Fólk klikkar ótrúlega oft á að hafa ekki nógu mikið skápa- og skúffupláss. Við eigum öll svo mikið af dóti sem verður að komast einhvers staðar fyrir og því er um að gera að nýta skápana vel. Svo er líka hægt að setja inndregna bakka inn í skúffur og tvöfalda þannig skúffuplássið,“ segir Berglind og bætir við að borðplássið skipti líka miklu máli. „Og lýsingin, ekki má gleyma henni, því léleg lýsing hefur áhrif á allt. Vinnu- umhverfið skiptir svo miklu máli og þar sem við vinnum í eldhús- inu á hverjum degi verður það að vera í lagi. Manni verður að líða vel í eldhúsinu.“ Berglind fór klassíska leið þegar hún hannaði sitt eigið eldhús en hún segist jafnframt lítið vera fyrir að elta tískuból- ur. „Fyrir stuttu var snjóhvítt og háglans mjög vinsælt en eftir efnahagsþrengingarnar finnst mér að fleiri velji sér tímalausar innréttingar,“ segir hún og bæt- ir við að litir séu að koma meira inn í dag. „Hvít eldhús finnst mér alltaf jafn falleg en þau er hægt að poppa upp með falleg- um lituðum stólum, púðum eða ferskum afskornum blómum. Hvítt er tímalaust og alltaf inni en það er líka gaman að blanda litum saman við.“ Hleyptu inn ljósi Við erum líklegri til að borða meira í myrkri en birtu, samkvæmt vísindamönnum við háskólann í Kaliforníu, vegna þess að við sleppum frekar fram af okkur beislinu og erum ekki jafn meðvituð um okkur í dimmu. Borðaðu hægt Þeir sem borða rólega neyta 70 færri kaloría í hverri máltíð en þeir sem gúffa matnum í sig og neyta þannig um 200 færri kaloríum á dag. Lækkaðu hitann Samkvæmt rannsókn sem birtist í Obesity Reviews verðum við feitari í hita en kulda. Minni matardiskar „Stórar skálar og matar- diskar gera okkur feit,“ segir matarsálfræðingurinn Brian Wansink sem er höfundur bókarinnar Mindless Eating: Why We Eat More Than We Think. Samkvæmt niðurstöð- um hans borðum við um 22% meiri mat þegar við notum 36 cm matardiska en þegar disk- arnir eru 25 cm. Wansink segir einnig að við drekkum mun meira þegar við notum stutt breið glös en þegar við notum há og mjó glös. Skipulagður ísskápur Þú ert þrisvar sinnum líklegri til að borða hollan mat ef þú hefur hann fyrir augunum. Raðaðu ávöxtum og grænmeti í þá hillu ísskápsins sem er í beinni sjónlínu. Ef bjór og ost- ar eru það fyrsta sem þú sérð þegar þú opnar ísskápinn eru allar líkur á að bjór og ostar verði fyrir valinu. Málaðu þig mjóa Það er ástæða fyrir því að litir McDoldalds eru rauðir og gulir. Í rannsókn einni kom í ljós að fólk sem borðar í bláu herbergi neytir 33% minna en þeir sem nærðu sig í rauðu eða gulu herbergi. Fjarlægðu spegla Í rannsókn sem birtist í Health Psychology kom í ljós að konur sem æfa fyrir framan spegil eru orkuminni og nei- kvæðari en þær sem geta ekki séð sig á meðan þær æfa. Notaðu ilmkerti Ákveðnar ilmtegund- ir gera meira fyrir mittið en aðrir. Ilmur af grænum eplum og piparmintu er talinn sefa matarlist. Lífsstíll | 47Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 1 2 3 4 5 6 7 8 Alsæl með eldhúsið n Berglind Berndsen hannaði klassískt og opið eldhús fyrir fjölskylduna „Fólk klikkar ótrúlega oft á að hafa ekki nógu mikið skápa- og skúffupláss.Dökk eik Berglind passaði að öll heimilistæki féllu inn í innréttinguna sem er úr dökkbrúnni bæsaðri eik en til að létta innréttinguna ákvað hún einnig að hafa hvíta sprautulakkaða skápa, með óbeinni lýsingu undir og braut svo hvíta litinn upp með brúnum eikarhillum. mynDir gunnar gunnarsson Fyrir breytingar Rýmið var dimmt og lokað áður en Berglind réðst í breytingarnar. Kántrí Berglind lét fræsa raufarnar í parkettið í kántrístíl en það er úr eik og var upphaflega slétt í náttúrlegum lit. Síðan lét hún bæsa gólfið í ljósbrún-gráum lit þangað til hún varð ánægð. Gerir húsið þig feita? Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Innlit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.