Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað F yrrverandi leigusali Kvik- myndaskóla Íslands, eignar haldsfélagið Vota- berg ehf., þurfti að afskrifa allt að hundrað milljónir króna af skuldum skólans við fé- lagið samkvæmt heimildum DV. Kvikmyndaskólinn leigði húsnæði af Votabergi í Víkurhvarfi í Kópa- vogi þar til skólinn var fluttur í hús- næði í Ofanleiti í byrjun þessa árs. Skólinn hafði þá ekki greitt Vota- bergi leigu af húsnæðinu frá því í apríl árið 2009. DV greindi frá því í janúar að skuldir Kvikmyndaskólans við Votaberg næmu á annað hundr- að milljónum króna og að í gangi væru samningaviðræður um upp- gjör á skuldinni. Þessar samninga- viðræður enduðu með því, sam- kvæmt heimildum DV, að komist var að samkomulagi um að Kvik- myndaskólinn myndi greiða Vota- bergi um fimmtán milljónir króna með mánaðarlegum afborgunum. Eftirstöðvar skuldanna voru af- skrifaðar. Kvikmyndaskólinn hefur því ekki enn greitt Votabergi millj- ónirnar fimmtán heldur átti að gera það í skömmtum á næstu árum. Deilt um fjárframlag Málefni Kvikmyndaskóla Íslands hafa verið nokkuð til umræðu í fjöl- miðlum síðastliðnar vikur. Fram- tíð skólans er í uppnámi þar sem stjórnendur skólans telja sig þurfa hærra fjárframlag frá ríkinu til að starfrækja hann. Rökin eru þau að helsta vandamál skólans sé undir- fjármögnun. Stjórnendur skólans hafa deilt við menntamálaráðu- neytið um upphæð fjárframlags- ins úr ríkissjóði. Fyrr á árinu fóru stjórnendur fram á að árlegt fjár- framlag til skólans yrði hækkað úr um 40 milljónum upp í 140 millj- ónir króna. Menntamálaráðuneyt- ið hafnaði þessari beiðni og setti fram gagntilboð upp á 57 milljónir króna. Skólinn og ráðuneytið hafa síðan deilt um upphæð fjárfram- lagsins þar sem skólinn hefur sagst vilja 70 milljónir króna frá ríkinu. Ekki er komin niðurstaða í þessar viðræður skólans og ráðuneytisins en framtíð skólans veltur á niður- stöðunni. Kvikmyndaskólinn er fjár- magnaður með skólagjöldum og umræddu fjárframlagi frá rík- inu. Skólaárið kostar 1,2 milljónir króna á hvern nemanda og voru um 150 nemendur í honum á síðasta misseri. Um það bil einn fimmti af rekstrartekjum skólans kem- ur frá hinu opinbera en 4/5 hlutar með skólagjöldum. Skólinn fékk 43 milljónir á fjárlögum ársins 2009 og 42 milljónir króna í fyrra. Áætl- að var að skólinn fengi 39 milljón- ir króna á ári næstu fjögur árin en viðræður eru í gangi um hærra fjár- framlag, líkt og áður. Skólinn er því einkaskóli sem fær opinberan styrk. Landsbankinn tók fasteignina yfir Þegar DV greindi frá deilum Kvik- myndaskólans og Votabergs í janú- ar var allt útlit fyrir að málið færi fyrir dóm. Votaberg hafði þá reynt að kyrrsetja eignir skólans en án árangurs þar sem stjórnendur skólans báru því við að hann væri eignalaus. Deilan leystist svo með áðurnefndnum hætti. Viðskiptabanki Votabergs, Landsbankinn, hefur leyst fasteign- ina í Víkurhvarfi til sín og er hún í eigu fasteignafélags bankans, Reg- ins, í dag. Fasteignin, sem er um 7.000 fermetrar, var eina eign félags- ins. Votaberg er tæknilega gjald- þrota félag með neikvætt eigið fé upp á nærri 1,5 milljarða, sam- kvæmt ársreikningi ársins 2009. Rúmlega 400 milljóna króna tap var af rekstrinum árið 2009 og heildar- skuldirnar nema 2,8 milljörðum króna. Votaberg mun því að öllu óbreyttu verða gjaldþrota með tíð og tíma. Staða Kvikmyndaskóla Ís- lands væri umtalsvert verri ef skól- inn hefði þurft að greiða Votabergi alla skuldina. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Leigusali Kvikmyndaskólans afskrifaði stærstan hluta skulda skólans n Viðræður um framtíð skólans í gangi n Leigusalinn stefnir í þrot Tugir milljóna afskrifaðir „Eftir-stöðvar skuldanna voru afskrifaðar. Endaði með afskrift Viðræður Kvikmyndaskólans og leigusalans Votabergs enduðu með því að samið var greiðslu upp á um 15 milljónir króna. Leigusalinn afskrifaði því allt að hundrað milljónir króna af kröfum sínum á hendur skólanum. Böðvar Bjarki Pétursson er stofnandi og stjórnarformaður Kvikmyndaskólans. Barn var skilið eftir á gangstétt á Seltjarnarnesinu á fimmtudagsmorgun: Mildi að barnið var vel búið Hjónin sem gleymdu sex mánaða gömlu stúlkubarni sínu á gangstétt á Seltjarnarnesi, á fimmtudags- morgun, vildu ekki ræða við DV þegar blaðamann bar að garði. Þau kvörtuðu undan ónæði og óskuðu eftir því að fá að vera látin í friði. Mál þeirra er nú til rannsóknar hjá barnaverndarnefnd. Tildrög málsins eru þau að for- eldrar stúlkunnar voru að fara að bera út dagblöð og höfðu ætlað sér að taka barnið með í blaðburðinn. Barnið varð hins vegar eftir í barna- bílstól á gangstéttinni þegar for- eldrarnir fóru að sinna blaðburð- inum. Leigubílstjóri og athugull nágranni fundu barnið og kölluðu lögregluna til  um klukkan tuttugu mínútur í sex um morguninn. For- eldrarnir settu sig í samband við lögregluna um klukkutíma síðar þegar þau áttuðu sig á því að stúlk- an hafði gleymst. Guðrún Jónsdótt- ir, nágranni foreldranna, var á leið í ræktina þegar hún kom að barninu. Hún segir að barnið hafi verið ís- kalt og grátandi þegar hún kom að því. Hún kallaði til leigubílstjóra sem var að þvo bíl sinn á þvottapl- ani skammt frá og þau hringdu eft- ir aðstoð lögreglunnar. „Það er ekki daglegt brauð að lenda í svona,“ segir Hilmar Kristensson leigubíl- stjóri sem var réttur maður á réttum stað í morgunsárið fyrir algjöra til- viljun. „Ég labbaði yfir götuna til að sjá hvað þetta væri og þá sá ég bara barn í stólnum. Fyrstu viðbrögð mín voru að athuga hvort barnið væri lifandi,“ segir Hilmar í samtali við DV. Barninu mun ekki hafa orð- ið meint af, það var vel klætt og því fór betur en á horfðist. Ein og yfirgefin Sex mánaða gömul stúlka varð eftir þegar foreldrar hennar fóru að bera út blöð í morgunsárið. Mistök í lyfjaafhendingu 14 alvarleg mistök á þessu ári Fjórtán tilkynningar um alvarleg mistök við afhendingu lyfja hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Ekki er víst að tilkynnt sé um öll slík tilvik og hvetur stofnunin fólk til að láta vita verði misbrest- ur við afgreiðslu í apótekum. Þetta kom fram í fréttum RÚV á fimmtu- dagskvöld. Í fyrra bárust Lyfja- stofnun fjörutíu tilkynningar um alvarlegan misbrest við afhend- ingu lyfja í apótekum. Þó er ekki endilega tilkynnt um öll slík tilfelli. Í fréttum RÚV á miðvikudagskvöld var greint frá hjartveikum sjö- tugum manni sem hugðist kaupa hjartalyf en fékk þess í stað afgreitt nikótínlyf. Lyfjastofnun fékk ekki tilkynningu um málið þrátt fyrir að maðurinn hefði síðar hnigið niður og þurft að fara í hjartaþræð- ingu. Læknum er ekki skylt að láta Lyfjastofnun vita ef sjúklingur fær afgreidd röng lyf, en að sögn for- stjóra stofnunarinnar, Rannveigar Gunnarsdóttur, gera þeir það oft- ast. Apótekum er þó skylt að halda skrár yfir slík mistök og því er erfitt að halda skrá yfir þetta. Kjaradeila leikskólakennara Sáttafundur boðaður í kjaradeilu Boðað hefur verið til fundar klukk- an tíu á föstudagsmorgun í kjara- deilu leikskólakennara og samn- inganefndar sveitarfélaganna. Samningamenn Félags leikskóla- kennara mæta á fundinn ásamt formanni félagsins, Haraldi Frey Gíslasyni. Forystumenn félagsins hafa fundað með viðsemjendum sínum um kjaramál síðustu daga og vikur en lítið hefur þokast. Leikskólakennarar fara fram á 11% launaleiðréttingu umfram 12.8% launahækkun, en því hefur Samband íslenskra sveitarfélaga hafnað og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum deilenda að undanförnu. 96% félagsmanna greiddu atkvæði með því að fara í verkfall, og mun það hefjast á mánudaginn í næstu viku ef ekki tekst að semja. Fundurinn mun vera lokatilraun til að afstýra verk- falli leikskólakennara. Bresti verkfall leikskólakenn- ara á mun það hafa víðtæk áhrif í samfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.