Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Qupperneq 31
Þ egar að við héldum að tiltrú kjósenda á stjórnmála- mönnum gæti ekki orðið minni birtist í vikunni könn- un sem sýnir einmitt og akk- úrat það. Aðeins tólf prósent að- spurðra fallast á að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Tveir þriðju eru sannfærðir um að stjórnvöld gangi fremur erinda fjár- málastofnana en fólksins í landinu. Stappar nú nærri að alþingismenn séu hataðasta stétt landsins. Þykja verri en fjármálafurstarnir. Kjósend- ur treysta aðeins einum hópi manna verr en ríkisstjórninni. Það er stjórn- arandstöðunni. Innan við þriðjung- ur telur að stjórnarandstöðunni sé betur treystandi en þessari ríkis- stjórn sem þó er einhver sú óvinsæl- asta sem um getur – ríkisstjórn sem kjósendur eru sannfærðir um að taki hagsmuni banka fram yfir hagsmuni almennings. Skilaboðin gætu tæp- ast verið skýrari. Alþingismenn njóta ekki nauðsynlegs trausts. Kjósendur flokkanna treysta þeim ekki. Stjórn- málalífið í landinu er með öðrum orðum í alvarlegri úlfakreppu. Nýtt landslag? Við viðlíka fordæmingu og nú mælist á stjórnmálalífinu standa stjórn- málaflokkarnir vitaskuld höllum fæti. Jaðrar við að flokkakerfið riði til falls. Steinlímið í flokkakerfinu sem þróast hefur hefur í heila öld er að vísu sterkt – níðsterkt. Fjórflokkurinn hefur lifað af öll áföll, allar kreppur og allar atlögur við að brjóta hann upp. En nú er allt komið á flot og allt eins mögulegt að jarðhræringarnar framkalli nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum. Svipumst ögn um. Framsóknarflokkurinn hefur tek- ið stakkaskiptum með nýrri forystu sem er komin ansi langt frá þeim áherslum sem Halldór Ásgrímsson markaði þegar stefnan var tekin á mölina, í faðm frjálslyndra og hóf- samra miðjumanna. Í allra síðustu tíð hefur flokkurinn meira að segja færst inn í mengi þjóðernisíhalds – í kjölfar Frjálslynda flokksins (sem hlýtur að vera eitthvert mesta öfug- nefni sem um getur) sem hélt sér á floti fram að hruni með því að daðra við öfgafullar þjóðernishugmyndir. Við slíka tilfærslu losnar um frjáls- lynda og Evrópusinnaða framsókn- armenn sem verða landlausir fyrir vikið. Klofningurinn hefur orðið sí- fellt augljósari svo mönnum á borð Guðmund Steingrímsson hlýtur að vera farið að líða eins og þeir séu lentir í vitlausu partíi. Tveir formenn í VG Í Sjálfstæðisflokknum hefur um nokkra hríð staðið yfir ógnarhörð valdabarátta á milli harðlínuafla og hins hófsama borgaralega arms, sem stundum er kenndur við Deigl- una og Geir H. Haarde. Af nýjustu ummælum formannsins í Evrópu- málum virðist sem harðlínuöflin séu smám saman að ná undirtökunum. Við slíka þróun gætu frjálslyndir hóf- semdarmenn innan flokksins auð- veldlega lent á pólitískum berangri. Samfylkingin á ekki síður í for- ystukreppu. Lausnari flokksins eftir hrun, Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðhera, verður ekki formaður til lang- frama og enginn augljós arftaki er í sjónmáli. Í viðleitni til að forðast átök hefur meiri áhersla verið lögð á hópefli og pólitísk leiktjöld fremur en á virkt málefnastarf meðal flokksmanna. Fyr- ir vikið hafa ástríðufullir flokksmenn ekki fundið kröftum sínum viðnám innan vébanda Samfylkingarinnar og margir úr armi hægrikrata eru orðnir ansi óþreyjufullir og jafnvel farnir að hugsa sér til hreyfings. Margir þeirra fengu upp í kok þegar Samfylkingin sá til þess að Geir H. Haarde sat einn eftir í snörunni í landsdómsmálinu. Ástandið í VG er lítið skárra eins og blasað hefur við. Að vísu hefur hluti órólegu deildarinnar horfið á braut en á meðan enn eru í raun tveir formenn (Steingrímur og Ögmund- ur) verður flokkurinn ekki til stór- ræða. Gæti raunar kvíslast upp hve- nær sem er. Hvað verður? Með því að svipast svona örstutt um yfir sviðið sést að við ríkjandi ástand er frjálslyndi armur Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar við það að verða heimilis- laus – og gæti hæglega tekið saman höndum. Miðjan í íslenskum stjórn- málum er galopin. Hrunið hreyfði við flokkakerfinu. Borgarahreyfingin tappaði af reið- inni og Besti flokkurinn veitti farveg fyrir kjósendur til að koma fyrirlitn- ingu sinni á stjórnmálaflokkunum á framfæri. Hvað verður í framhaldinu verður spennandi að sjá. Umræða | 31Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 Notar þú strætó? „Allt of lítið.“ Vigfús Þormar Gunnarsson 26 ára nemandi „Mjög lítið, ég bý í miðbænum. En það kemur samt fyrir.“ Magnús Einarsson 75 ára fyrrverandi fasteignasali „Nei.“ Elísabet Ingólfsdóttir 27 ára laganemi „Örsjaldan.“ Hildur H. Sigurðardóttir 27 ára herferðarstarfskona hjá Amnesty „Nei.“ María Kristjánsdóttir 63 ára sjúkraþjálfari Myndin Fallegt síðdegi Árstíðaskipti eru framundan og því mikilvægt að nýta hvert tækifæri til að njóta þeirra góðu daga sem eftir eru af sumrinu. Þessi huggulegu eldri hjón nýttu góða veðrið til að virða fyrir sér hafið og höfnina einn góðan veðurdag fyrr í ágúst. MyNd GuNNar GuNNarSSoN Maður dagsins Toppurinn á tilverunni Guðríður Guðmundsdóttir Guðríður Guðmundsdóttir er framkvæmda­ stjóri Ormsteitis sem er fastur sumarliður á Héraði. Hátíðin er nú haldin í 20. skipti og mikið verður um dýrðir. Guðríður segir Orms­ teiti skipta miklu máli fyrir íbúa sem taka virkan þátt í hátíðarhöldunum. Hver er maðurinn? „Guðríður Guðmundsdóttir, framkvæmda­ stjóri Ormsteitis og öryggisstjóri hjá Vélaverkstæði Hjalta á Reyðarfirði.“ Hvar ert þú alin upp? „Ég er alin upp á Egilsstöðum.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífið. Það er bara skemmtilegt.“ Hvað finnst þér best að borða? „Mér finnst allur matur góður, en það besta sem ég fæ er andabringur. Þær standa upp úr.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd.“ uppáhaldsleikari? „Í dag er það Örn Árnason. Mér finnst hann frábær.“ Hver er saga ormsteitis? „Þetta var upphaflega lítil uppskeruhátíð sem byrjaði á Egilsstöðum fyrir 20 árum en hefur nú þróast upp í stóra tíu daga hátíð sem er haldin víðs vegar um Hérað. Alveg frá Möðrudal á Fjöllum upp í Fljótsdal.“ Hvaða máli skiptir svona hátíð fyrir bæjarfélagið? „Svona hátíð skiptir mjög miklu máli fyrir bæjarbúa. Þetta gefur okkur öllum krydd í tilveruna og hingað koma gestir og gangandi. Hátíðin hefur byggt upp mikla samstöðu hjá bæjarfélaginu. Fólk kynnist betur, bæði í gegnum götugrillin og í karni­ valinu. Hverfin þéttast og það er alveg magnað hvað allir eru duglegir að vera með og skreyta og gera fínt.“ Hverju ætlar þú ekki að missa af á hátíðinni? „Ég myndi ekki vilja missa af karnivalinu sem verður núna á föstudaginn. Ég ætla ekki heldur að missa af stóra bæjarhá­ tíðardeginum sem verður á laugardaginn. Þar verður markaður, hreindýraveisla, söngkeppni barna og kvöldvaka. Þetta er toppurinn á tilverunni og mætingin og stemningin hefur alltaf verið góð.“ Kjallari Eiríkur Bergmann Galopið á miðjunni Dómstóll götunnar „Kjósendur treysta aðeins einum hópi manna verr en ríkisstjórn- inni. Það er stjórnarand- stöðunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.