Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 52
52 | Tækni 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Ný Wii-tölva á árinu Nintendo ætlar að setja á markað nýja útgáfu af Wii- tölvunni fyrir næstu jól og mun hönnun tölvunnar breyt- ast að einhverju leyti. Tölvan verður minni en áður og þá verður hún látin liggja en ekki standa upp á rönd. Gert er ráð fyrir að nýja útgáfan verði ódýrari en sú eldri en tölvan mun ekki geta spilað Game- cube-leik. Wii-leikjatölvan hefur verið afar vinsæl og í raun ein vinsælasta vara Nin- tendo-leikjatölvuframleiðand- ans á síðustu árum. Skype á PlayStation Vita Sony ætlar að setja á markað nýja útgáfu af leikjatölvu í ætt við PSP. Nýja græjan kemur til með að heita Vita en í henni verður hægt að nota Four- square og Skype. Með þessu mun leikjatölvan færast tals- vert nær því að vera sími en áður. Eins og flestir vita er hægt að hringja ódýr símtöl í gegnum Skype bæði í venju- lega síma og aðrar Skype-tölv- ur. Auðvitað kemur þó til með að þurfa 3G- eða WiFi-teng- ingu til að nota þessa nýju möguleika. Hringdu í gegnum Gmail Gmail-póstþjónustan frá Google er mikið notuð jafnt hér á landi sem og erlendis. Í gegnum Gmail er hægt að spjalla við aðra Gmail-not- endur sem þú hefur verið í samskiptum við. Núna get- urðu hringt venjuleg símtöl úr sama glugga og spjallið er. Þjónustunni svipar nokkuð til Skype en þú getur notað sím- ann í Gmail-svæðinu þínu til að hringja í bæði fastlínusíma og farsíma í flestum ríkjum heims. Talsverður munur er á verði fyrir símtöl eftir löndum og þarf að borga með kredit- korti fyrir símtöl. Linux í tuttugu ár Linux-stýrikerfið er orðið tuttugu ára gamalt en stýri- kerfið hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum og er nú notað af fleiri einstaklingum en nokkurn tímann áður. Í til- efni af afmælinu hefur for- svarsmenn Linux tekið saman nokkrar staðreyndir um stýri- kerfið og allt sem tengist því. Þar kemur meðal annars fram er að í dag starfa um 1.000 manns að þróun stýrikerfisins en árið 1992 voru þeir aðeins 100. Árið 1995 var kerfið notað á um 16 milljón tölvum en í dag eru það notað á um 1.600 milljón tölvum. B andaríska tæknifyrir- tækið Logitech hefur nú markaðssett sólar- hlaðið lyklaborð fyr- ir Apple-tölvur en ár er síð- an fyrirtækið hóf framleiðslu á slíkum lyklaborðum fyrir Windows-tölvur. Með þessu móti geturðu komist hjá því að stinga lyklaborðinu í sam- band með því að koma því í birtu. Með lyklaborðinu þarf heldur engar snúrur en það tengist þráðlaust við þá tölvu sem þú vilt nota, svo lengi sem tölvan hefur þráðlaus- an búnað líkt og er á flestum nýjum tölvum. Þráðlausi bún- aðurinn í lyklaborðinu er 2,4 GHz og er það nokkuð öfl- ugt. Fæstir myndu finna mun á því að nota þetta lyklaborð og venjulegt sem tengist með snúru. Hönnunin á lyklaborðinu sjálfu er flott og er það sér- staklega þunnt. Takkarnir á lyklaborðinu eru þá sérstak- lega hannaðir með það í huga að þægilegt sé að nota þá og eru þeir lágir og líkir þeim sem eru á hefðbundnum far- tölvulyklaborðum. Íslendingar sem vilja spara sér rafmagn og vera umhverf- isvænni en áður þurfa þó ekki að örvænta þó lítið sé um sól- arljós yfir vetrartímann því fullhlaðið lyklaborð endist í þrjá mánuði í algjöru myrkri. Það dugir líka að koma lykla- borðinu í góða birtu til að fá það til að hlaða sig. Lykla- borðið kostar tæpar sjö þús- und krónur í vefverslun Logi- tech og virkar nú með bæði Windows- og Apple-tölvum. n Logitech með nýtt lyklaborð Sólarhleðslulyklaborð Snúrulaust Engar snúrur þarf til að tengja lyklaborðið og það gengur fyrir ljósi. S teve Jobs, forstjóri Apple, kynnti nýverið OS X Lion-stýrikerf- ið til leiks en það er áttunda útgáfa OS X- stýrikerfisins frá Apple. Stýri- kerfið hefur tekið talsverðum breytingum frá því sem áður var en breytingarnar eru fyrst og fremst á notkunarmögu- leikum frekar en viðmóti. Meira en 250 nýir eiginleik- ar eru í stýrikerfinu frá síð- ustu útgáfu þess. Stýrikerfið geturðu keypt í gegnum Apple App Store í tölvunni þinni þannig að þú þarft ekki einu sinni að fara út í búð til að kaupa uppfærsluna. Stýrikerfið hefur augljós- lega verið hannað með iOS- farsímastýrikerfið til hliðsjón- ar en margir góðir eiginleikar þess kerfis eru nú komnir í OS X-útgáfuna. Meðal helstu nýj- unga og endurbóta eru Launchpad, Mission Control, AirDrop og póstforritið Mail. Þá er loksins hægt að opna öll helstu forritin í fullri stærð á skjánum þannig að sem minnst truflun sé af öðru sem þú ert með í gangi eða á skjá- borðinu þínu. Stýrikerfið líkara iPhone Eitt af því sem fært hefur ver- ið frá iOS yfir í Lion-útgáfuna er Launchpad. Um er að ræða forrit sem breytir skjáborðinu í uppröðun á öllum innsett- um forritum í tölvunni, sama hvar þau eru staðsett. Þú get- ur svo raðað þeim saman í möppur svipað og þú getur gert á iPhone og iPad. Önnur nýjung sem ein- faldar alla vinnslu í tölv- unni er Mission Control en það forrit sameinar Exposé, Dashboard og Spaces í nýtt viðmót sem gefur þér yfirlit yfir alla þá glugga sem þú ert með opna, skjáborð og forrit. Þetta auðveldar þér að hafa stjórn á öllu því sem þú ert með í gangi í tölvunni í einu. Einfalt er að taka viðmót- ið fram en það gerirðu með sérstakri fingrabendingu á snertifleti tölvunnar eða með því að ýta á hnapp á lykla- borðinu. Vistaðu gögn á fleiri tölvum Síðustu ár hefur verið aukin vakning meðal tölvunotenda um að vista öryggisafrit af stafrænum gögnum annars- staðar en þar sem frumgögn- in eru geymd. Með AirDrop er þetta gert aðeins auðveld- ara en þannig getur þú deilt skjölum á mjög einfaldan hátt í milli tölva sem tengjast sama þráðlausa neti. Þannig getur þú fært hvaða skjal sem er úr fartölvunni þinni og yfir í borðtölvuna þína og þannig annaðhvort geymt öryggisaf- rit eða sparað pláss í annarri hvorri vélinni. Póstforritið Mail hefur einnig fengið miklar end- urbætur og útlitsbreyting- ar en nú loksins er hægt að fá póstforritið til að opnast í fullri stærð á skjánum. Leit- armöguleikar hafa þá ver- ið bættir þannig að þú getur skilgreint leit í gegnum póst- inn betur. Þannig er líklegra að þú finnir það sem þú leit- ar að. n Athyglisverðar endurbætur í nýjustu útgáfu Apple-stýrikerfisins OS X Lion n Hafa lært af þróun iOS-stýrikerfisins fyrir iPhone og iPad Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Apple Apple sendir frá sér ljón Nýja stýrikerfið Yfir 250 nýir eiginleik- ar eru í stýrikerfinu frá síðustu útgáfu. MyNd APPLe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.